Segir það ekki stefnu Reykjavíkurborgar að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:15 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15