Segir það ekki stefnu Reykjavíkurborgar að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:15 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent