Innlent

Mikil fjölgun í kjölfar átaks

Valgerður Árnadóttir skrifar
Átak í nýliðun í kennaranámi virðist ætla að skila árangri.
Átak í nýliðun í kennaranámi virðist ætla að skila árangri. Fréttablaðið/Ernir
Um 550 nýnemar hófu nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í vikunni í kjölfar átaks stjórnvalda í nýliðun í kennaranámi. Jukust umsóknir um nám í grunnnám í deildinni um 45 prósent í vor. Umsóknum fjölgaði alls um rúmlega 200 á landinu öllu.



Karlkyns umsækjendum fjölgar í þeim hópi en um helmingi fleiri karlar sóttu um grunnskólakennaranám í Háskóla Íslands en í fyrra og þrefalt fleiri um nám í leikskólakennarafræðum. Þá fjölgaði einnig umsóknum um nám leiðsagnarkennara samkvæmt tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.



Hlut­falls­lega var aukn­ing­in mest hjá Lista­há­skóla Íslands þar sem um­sókn­um um nám í list­kennslu­deild fjölgaði um 170 prósent milli ára.



Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.