Innlent

Mikil fjölgun í kjölfar átaks

Valgerður Árnadóttir skrifar
Átak í nýliðun í kennaranámi virðist ætla að skila árangri.
Átak í nýliðun í kennaranámi virðist ætla að skila árangri. Fréttablaðið/Ernir

Um 550 nýnemar hófu nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í vikunni í kjölfar átaks stjórnvalda í nýliðun í kennaranámi. Jukust umsóknir um nám í grunnnám í deildinni um 45 prósent í vor. Umsóknum fjölgaði alls um rúmlega 200 á landinu öllu.

Karlkyns umsækjendum fjölgar í þeim hópi en um helmingi fleiri karlar sóttu um grunnskólakennaranám í Háskóla Íslands en í fyrra og þrefalt fleiri um nám í leikskólakennarafræðum. Þá fjölgaði einnig umsóknum um nám leiðsagnarkennara samkvæmt tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Hlut­falls­lega var aukn­ing­in mest hjá Lista­há­skóla Íslands þar sem um­sókn­um um nám í list­kennslu­deild fjölgaði um 170 prósent milli ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.