Þeir sem búa fjær miðborginni neikvæðari í garð ferðamanna en þeir sem búa nær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:45 Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira