Þeir sem búa fjær miðborginni neikvæðari í garð ferðamanna en þeir sem búa nær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:45 Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira