Innlent

Vara við skriðum og grjóthruni vegna mikillar úrkomu á Norðurlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úrkomuspáin eins og hún lítur út síðdegis á morgun.
Úrkomuspáin eins og hún lítur út síðdegis á morgun. Skjáskot/veðurstofa íslands

Veðurstofan varar við aukinni hættu á skriðum, grjóthruni og vatnavöxtum á norðanverðu landinu næstu daga vegna mikillar úrkomu á svæðinu.

Búist er við talsverðri eða mikilli úrkomu á morgun, sunnudag, og á mánudag á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum.

„Meðfylgjandi þessu er aukin hætta á skriðum og grjóthruni auk vatnavaxta á svæðinu. Enn eru viðvaranir í gildi vegna vinds á norðan- og austanverðu landinu og vegna slyddu eða snjókomu á hálendi og fjallvegum. Fólki á þessum svæðum er bent á að hafa varann á,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.