Lífið

Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Poppstjörnurnar virðast skemmta sér konunglega á Íslandi
Poppstjörnurnar virðast skemmta sér konunglega á Íslandi Skjáskot/Ed Sheeran

Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær.

Sheeran birti mynd af Instagram-reikning sínum þar sem hann tekur skot úr ísskúlptúr. Samkvæmt heimildarmanni Vísis er skúlptúrinn af Sheeran sjálfum með gítar á öxlinni. Háls gítarsins er eins konar rör sem fólk leggur varir sínar að, á meðan einhver hellir drykk í rörið sem rennur svo, sennilega ískaldur og svalandi niður rörið. Drykkurinn sem Sheeran á félagar fengu sér ku vera íslenskt brennivín. 

Popparinn klæddist treyju íslenska landsliðsins og á höfðinu bar hann hárspöng með humarklóm sem stóðu upp í loftið.

 
 
 
View this post on Instagram
 
When in Iceland @zakarywalters
A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on
Söngkonan Zara Larsson og hljómsveitarmeðlimir hennar sem hituðu upp fyrir kappann í gærkvöldi hafa birt myndbönd á Instagram-reikningum sínum sem sýnir hópinn taka skot úr skúlptúrnum. Teitið var í sal sem hefur verið skreyttur með flöggum og á þeim eru myndir af humrum.

Eftir því sem fréttamaður kemst næst hefur teitið verið haldið í einkasal fyrir listamennina og má álykta að hópurinn hafi gætt sér á humri eftir að tónleikarnir kláruðust.

Gleðskapur gærkvöldsins virðist ekki hafa haft mikil áhrif á hópinn sem hristi sig saman og spilaði fótbolta í hádeginu í dag. Poppstjörnurnar virðast því njóta dvalarinnar á Íslandi í botn. 

Aukatónleikar fara fram á Laugardalsvelli í kvöld og er enn hægt að tryggja sér miða á þá.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.