Innlent

Að­stæður fyrir köfun í Þing­valla­vatni kannaðar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Leitarfólk kemur til með að leita á landi og á vatni. Myndin er úr safni.
Leitarfólk kemur til með að leita á landi og á vatni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm
Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.

Köfun yrði gerð í samráði við Sérsveit Ríkislögreglustjóra og stöðvarstjóra virkjunarinnar.

Leit stóð yfir í dag og tóku hátt í sextíu björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í dag auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, flaug yfir svæðið.

Í gær fannst bakpoki í eigu erlends ferðamanns og uppblásinn eins manns kajak í flæðarmáli vatnsins.


Tengdar fréttir

Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju

Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Fundu bakpoka í flæðarmálinu

Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×