Blöskrar neikvæðni vegna hundagerðis í Fossvogsdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Hundar leika sér á hundasvæði á Geirsnefi í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm „Þið trúið því ekki hvað ég er sár, þetta er fyrsta girta gerðið sem átti að vera í eðlilegri stærð í Reykjavík,“ segir meðlimur á Facebook-síðunni Hundasamfélagið vegna fréttar Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað hundagerði sem slegið var af í Fossvogsdal. Eins og fram kom í fréttinni hætti Kópavogsbær við að setja upp tólf hundruð fermetra hundagerði neðan götunnar Álfatúns í Fossvogsdal eftir mótmæli 183 íbúa í nágrenninu. Gagnrýnin laut meðal annars að fyrirsjáanlegri aukinni bílaumferð og óþrifnaði og hávaða sem jafnvel yrði allan sólarhringinn. „Ég stend á orginu á mína hunda alla daga og sérstaklega eftir miðnætti,“ skrifar kona á Hundasamfélaginu og bætir við. „Þetta er fáfræði á háu stigi.“ Önnur kona vill uppfræða þá sem mótmæltu og bjóða þeim „í vettvangsferð á helstu hundasvæði borgarinnar til að hlusta á allt geltið í hundunum og öskrið í eigendum þeirra, svona um og eftir miðnætti,“ skrifar hún.Sjá einnig: Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerðiEnn önnur kona segir mesta lífið í dalnum einmitt vera af hundum og hundaeigendum. „Hrikalega mikið af ónýttu plássi sem væri frábært fyrir hunda,“ skrifar hún. Fleiri blanda sér í umræðuna. „Grínlaust þá er með ólíkindum hvað það er lítið umburðarlyndi hjá fólki gagnvart hundum, held að þetta sé einsdæmi,“ skrifar kona. Í einu innlegginu er rætt um mismunandi afstöðu til hunda og katta. „Ég á ekki orð. En svo mega þessir kettir skíta út um allt, hoppa inn um alla glugga og drepa fugla svo eitthvað sé nefnt,“ bendir ein kona á. Þáverandi formaður Félags hundaeigenda á Akureyri, María Björk Guðmundsdóttir, rifjar upp þegar sett var upp hundagerði við Háskólann á Akureyri árið 2013. „Ég fylgdist mjög vel með í framhaldi af öllu sem tengdist þessu gerði og var einnig mikið í samskiptum við Akureyrarbæ. Gerðið er við stóran vinnustað, heilan háskóla og tengist íbúabyggð á Brekkunni og í Glerárþorpi. Það hefur engin kvörtun borist vegna hávaða öll þessi ár,“ upplýsir María Björk í umræðunni á Hundasamfélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Þið trúið því ekki hvað ég er sár, þetta er fyrsta girta gerðið sem átti að vera í eðlilegri stærð í Reykjavík,“ segir meðlimur á Facebook-síðunni Hundasamfélagið vegna fréttar Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað hundagerði sem slegið var af í Fossvogsdal. Eins og fram kom í fréttinni hætti Kópavogsbær við að setja upp tólf hundruð fermetra hundagerði neðan götunnar Álfatúns í Fossvogsdal eftir mótmæli 183 íbúa í nágrenninu. Gagnrýnin laut meðal annars að fyrirsjáanlegri aukinni bílaumferð og óþrifnaði og hávaða sem jafnvel yrði allan sólarhringinn. „Ég stend á orginu á mína hunda alla daga og sérstaklega eftir miðnætti,“ skrifar kona á Hundasamfélaginu og bætir við. „Þetta er fáfræði á háu stigi.“ Önnur kona vill uppfræða þá sem mótmæltu og bjóða þeim „í vettvangsferð á helstu hundasvæði borgarinnar til að hlusta á allt geltið í hundunum og öskrið í eigendum þeirra, svona um og eftir miðnætti,“ skrifar hún.Sjá einnig: Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerðiEnn önnur kona segir mesta lífið í dalnum einmitt vera af hundum og hundaeigendum. „Hrikalega mikið af ónýttu plássi sem væri frábært fyrir hunda,“ skrifar hún. Fleiri blanda sér í umræðuna. „Grínlaust þá er með ólíkindum hvað það er lítið umburðarlyndi hjá fólki gagnvart hundum, held að þetta sé einsdæmi,“ skrifar kona. Í einu innlegginu er rætt um mismunandi afstöðu til hunda og katta. „Ég á ekki orð. En svo mega þessir kettir skíta út um allt, hoppa inn um alla glugga og drepa fugla svo eitthvað sé nefnt,“ bendir ein kona á. Þáverandi formaður Félags hundaeigenda á Akureyri, María Björk Guðmundsdóttir, rifjar upp þegar sett var upp hundagerði við Háskólann á Akureyri árið 2013. „Ég fylgdist mjög vel með í framhaldi af öllu sem tengdist þessu gerði og var einnig mikið í samskiptum við Akureyrarbæ. Gerðið er við stóran vinnustað, heilan háskóla og tengist íbúabyggð á Brekkunni og í Glerárþorpi. Það hefur engin kvörtun borist vegna hávaða öll þessi ár,“ upplýsir María Björk í umræðunni á Hundasamfélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45