Innlent

Flugeldasýningunni á Jökulsárlóni frestað til sunnudags

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árleg flugeldasýning á Jökulsárlóni verður á sunnudag.
Árleg flugeldasýning á Jökulsárlóni verður á sunnudag. Þorvarður Árnason

Vegna mjög slæms veðursútlits hefur verið tekin sú ákvörðun um að fresta árlegri flugeldassýningu á Jökulsárlóni um einn sólahring. Stefnt er á að sprengja á sunnudagskvöld en ekki laugardagskvöld.

„Veðurspáinn er það slæm að ekki er boðlegt að fara senda fólk akandi á Jökulsárlón á laugardagskvöldið og jafnframt munum við ekki geta farið með flugeldana út á lónið sjálft vegna mikils vinds og öldugang,“ segir í tilkynningu frá Björgunarfélagi Hornafjarðar.

„Við hörmum þessa seinkun en því miður ráðum við ekki við veðrið.“

Flugeldasýningin mun því að óbreyttu fara fram, í tuttugasta skipti, á sunnudagskvöld klukkan 22:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.