Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 12:15 Það gætu leynst E.coli-bakteríur í þessum borgurum og því nauðsynlegt að steikja þá í gegn. Getty/Tetra Images Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki „í gegn“ til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Nauðsynlegt er að kjarnhitastig hakkaðra vara sé að minnsta kosti 75 gráður til að drepa bakteríuna og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur. Eiturmyndandi E.coli, hinar svokölluðu STEC-bakteríur, hafa verið fyrirferðamiklar í fréttaflutning sumarsins. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn. Matvælastofnun telur faraldurinn í Efstadal gefa tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla, sem stofnunin gerir á heimasíðu sinni. Þá sé einnig mikilvægt að huga að steikingu kjötvara, enda sýndu rannsóknir á síðasta ári að STEC-bakteríur finnast í um 30% sýna af lambakjöti og um 11,5% af nautakjöti á íslenskum smásölumarkaði.Steikin má vera rauð, ekki borgarinn Þrátt fyrir það segir Matvælastofnun að ekki þurfi að óttast þó nautasteikur eða lambakjöt sé ekki gegnumsteikt. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Annað gildi þó um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti. „Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa STEC og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ útskýrir Matvælastofnun sem ráðleggur fólki að hafa þrennt í huga áður en hamborgarar eru bornir fram:Að borgarinn sé gegnumheitur (Ath. setjið ostinn ekki of snemma á kjötið)Ef borgarinn er skorinn í miðju á ekki að sjást í bleikt kjötAð safi sem rennur úr kjötin sé tær E.coli á Efstadal II Matur Tengdar fréttir Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki „í gegn“ til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Nauðsynlegt er að kjarnhitastig hakkaðra vara sé að minnsta kosti 75 gráður til að drepa bakteríuna og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur. Eiturmyndandi E.coli, hinar svokölluðu STEC-bakteríur, hafa verið fyrirferðamiklar í fréttaflutning sumarsins. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn. Matvælastofnun telur faraldurinn í Efstadal gefa tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla, sem stofnunin gerir á heimasíðu sinni. Þá sé einnig mikilvægt að huga að steikingu kjötvara, enda sýndu rannsóknir á síðasta ári að STEC-bakteríur finnast í um 30% sýna af lambakjöti og um 11,5% af nautakjöti á íslenskum smásölumarkaði.Steikin má vera rauð, ekki borgarinn Þrátt fyrir það segir Matvælastofnun að ekki þurfi að óttast þó nautasteikur eða lambakjöt sé ekki gegnumsteikt. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Annað gildi þó um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti. „Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa STEC og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ útskýrir Matvælastofnun sem ráðleggur fólki að hafa þrennt í huga áður en hamborgarar eru bornir fram:Að borgarinn sé gegnumheitur (Ath. setjið ostinn ekki of snemma á kjötið)Ef borgarinn er skorinn í miðju á ekki að sjást í bleikt kjötAð safi sem rennur úr kjötin sé tær
E.coli á Efstadal II Matur Tengdar fréttir Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11