Fótbolti

Dagný náði fjögurra stiga forskoti og Gunnhildur Yrsa vann þriðja leikinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný var í byrjunarliði Portland Thorns gegn Washington Spirit.
Dagný var í byrjunarliði Portland Thorns gegn Washington Spirit. vísir/getty
Íslendingaliðin í bandarísku kvennadeildinni unnu bæði sína leiki í nótt.

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Portland Thorns sem bar sigurorð af Washington Spirit, 3-1. Með sigrinum náði Portland fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Dagný hefur verið í byrjunarliðinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Portland. Hún hefur alls leikið 15 leiki á tímabilinu og skorað eitt mark.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék síðustu 23 mínúturnar þegar Utah Royals lagði Orlando Pride að velli, 0-2.

Þetta var þriðji sigur Utah í röð. Liðið er komið upp í 4. sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Gunnhildur Yrsa hefur komið við sögu í öllum 17 leikjum Utah á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×