Innlent

Land­spítalinn eyddi 4,6 milljónum í aug­lýsingar á sam­fé­lags­miðlum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Landspítalinn hefur eytt á fimmtu milljón í kostað efni á samfélagsmiðlum.
Landspítalinn hefur eytt á fimmtu milljón í kostað efni á samfélagsmiðlum. Vísir/Hanna
Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir.

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Þar spurði hann hvaða útgjöld umræddar stofnanir hafi haft vegna auglýsinga eða kostaðrar dreifingar á samfélagsmiðlum, svo sem á Facebook, Instagram, YouTube og Twitter.

Eins og áður sagði greiddi Landspítalinn rúmar 4,6 milljónir. Embætti landlæknis greiddi þá rétt rúmar 617 þúsund krónur,  Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rúmar 240 þúsund krónur, Lyfjastofnun rúmar 107 þúsund krónur, Heilbrigðisstofnun Norðurlands rúmar 71 þúsund krónur og vörðu Sjúkratryggingar Íslands sléttum 40 þúsund krónum í auglýsingar og annað kostað efni á samfélagsmiðlum.

Aðrar heilbrigðisstofnanir sem fyrirspurn Björns Levís náði til hafa ekki varið fjármunum í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×