Fótbolti

Matthías lagði upp og Arnór skoraði af vítapunktinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stoðsending Matthíasar skilaði ekki sigri.
Stoðsending Matthíasar skilaði ekki sigri. mynd/valerenga
Fimm leikjum er nýlokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem tveir Íslendingar voru í eldlínunni.

Arnór Smárason gerði eina mark Lilleström þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tromsö á útivelli. Mark Arnórs af vítapunktinum á 11.mínútu en honum var skipt af velli á 85.mínútu. Tromsö hafði skömmu áður jafnað metin.

Lilleström í 10.sæti með 22 stig.

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Valerenga þegar liðið fékk Haugasund í heimsókn. Leikurinn var aðeins einnar mínútu gamall þegar Matthías hafði lagt upp mark fyrir Herolind Shala.

Draumabyrjun Valerenga skilaði þó ekki sigri því Haugasund tókst að koma til baka í síðari hálfleik og snúa leiknum sér í vil. Lokatölur 1-2 fyrir Haugasund en Matthíasi var skipt af velli á 70.mínútu.

Valerenga í 6.sæti með 26 stig.

Þá lék Aron Sigurðarson allan leikinn fyrir Start sem vann 2-0 sigur á Tromsdalen í norsku B-deildinni. Aron og félagar lyftu sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×