Fótbolti

Matthías lagði upp og Arnór skoraði af vítapunktinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stoðsending Matthíasar skilaði ekki sigri.
Stoðsending Matthíasar skilaði ekki sigri. mynd/valerenga

Fimm leikjum er nýlokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem tveir Íslendingar voru í eldlínunni.

Arnór Smárason gerði eina mark Lilleström þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tromsö á útivelli. Mark Arnórs af vítapunktinum á 11.mínútu en honum var skipt af velli á 85.mínútu. Tromsö hafði skömmu áður jafnað metin.

Lilleström í 10.sæti með 22 stig.

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Valerenga þegar liðið fékk Haugasund í heimsókn. Leikurinn var aðeins einnar mínútu gamall þegar Matthías hafði lagt upp mark fyrir Herolind Shala.

Draumabyrjun Valerenga skilaði þó ekki sigri því Haugasund tókst að koma til baka í síðari hálfleik og snúa leiknum sér í vil. Lokatölur 1-2 fyrir Haugasund en Matthíasi var skipt af velli á 70.mínútu.

Valerenga í 6.sæti með 26 stig.

Þá lék Aron Sigurðarson allan leikinn fyrir Start sem vann 2-0 sigur á Tromsdalen í norsku B-deildinni. Aron og félagar lyftu sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.