Lúsmý sækir í Vinstri græn en forðast Pírata Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2019 06:00 Sumarhúsaeigendur á Suðvesturlandi hafa ekki farið varhluta af faraldri lúsmýs í sumar. Fréttablaðið/Pjetur Tæp 23 prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi á Íslandi síðastliðna tólf mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Þá segjast tæp 59 prósent þekkja einhvern sem hafi verið bitinn. Tekið skal fram að hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika. Það er því aðeins tæpur þriðjungur sem hvorki hefur verið bitinn, né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Athyglisvert er að sjá mismunandi niðurstöður eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru líklegastir til að hafa verið bitnir af lúsmýi. Rúmur þriðjungur þeirra, eða 34 prósent, hefur verið bitinn. Þá höfðu 32 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 30 prósent Framsóknarmanna verið bitin. Hins vegar hafa aðeins 16 prósent stuðningsmanna Pírata verið bitin og 19 prósent Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna. Fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins og 22 prósent Samfylkingarfólks hafa verið bitin.Lúsmý hefur breiðst út á Suðvesturlandi frá því að þess varð fyrst vart í einhverjum mæli í Kjós og Svínadal sumarið 2015.Mynd/Erling ÓlafssonKolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé hversu mikil náttúrubörn Vinstri græn séu. „Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ segir Kolbeinn og hlær. Sjálfur segist hann ekki hafa verið bitinn af lúsmýi í sumar en hafi þó verið bitinn af venjulegu mýi. Hann dvelur mikið í sumarbústað í Þjórsárdal en lúsmýið hefur ekki enn náð þangað. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“ Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar varð lúsmýs fyrst vart í einhverjum mæli sumarið 2015 og þá í Kjós og Svínadal. Síðan þá hefur lúsmýið breiðst út og finnst nú á Suðvesturlandi, upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Heldur fleiri konur en karlar segjast hafa verið bitnar af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum. Þannig höfðu 26 prósent kvenna en 20 prósent karla verið bitin. Yngra fólk er líklegra til hafa verið bitið af lúsmýi en eldra fólk. Um 30 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára hafa verið bitin en aðeins 14 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lúsmý Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tæp 23 prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi á Íslandi síðastliðna tólf mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Þá segjast tæp 59 prósent þekkja einhvern sem hafi verið bitinn. Tekið skal fram að hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika. Það er því aðeins tæpur þriðjungur sem hvorki hefur verið bitinn, né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Athyglisvert er að sjá mismunandi niðurstöður eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru líklegastir til að hafa verið bitnir af lúsmýi. Rúmur þriðjungur þeirra, eða 34 prósent, hefur verið bitinn. Þá höfðu 32 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 30 prósent Framsóknarmanna verið bitin. Hins vegar hafa aðeins 16 prósent stuðningsmanna Pírata verið bitin og 19 prósent Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna. Fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins og 22 prósent Samfylkingarfólks hafa verið bitin.Lúsmý hefur breiðst út á Suðvesturlandi frá því að þess varð fyrst vart í einhverjum mæli í Kjós og Svínadal sumarið 2015.Mynd/Erling ÓlafssonKolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé hversu mikil náttúrubörn Vinstri græn séu. „Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ segir Kolbeinn og hlær. Sjálfur segist hann ekki hafa verið bitinn af lúsmýi í sumar en hafi þó verið bitinn af venjulegu mýi. Hann dvelur mikið í sumarbústað í Þjórsárdal en lúsmýið hefur ekki enn náð þangað. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“ Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar varð lúsmýs fyrst vart í einhverjum mæli sumarið 2015 og þá í Kjós og Svínadal. Síðan þá hefur lúsmýið breiðst út og finnst nú á Suðvesturlandi, upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Heldur fleiri konur en karlar segjast hafa verið bitnar af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum. Þannig höfðu 26 prósent kvenna en 20 prósent karla verið bitin. Yngra fólk er líklegra til hafa verið bitið af lúsmýi en eldra fólk. Um 30 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára hafa verið bitin en aðeins 14 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lúsmý Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent