Fótbolti

Leikur í Evrópudeildinni stöðvaður eftir að dómarinn fékk hluta af reyksprengju í sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Universitatea Craiova eru ólátabelgir.
Stuðningsmenn Universitatea Craiova eru ólátabelgir. vísir/getty
Norður-írski dómarinn, Arnold Hunter, lenti heldur betur í ógöngum er hann ræmdi leik Universitatea Craiova og Budapest Honvéd í forkeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og það var ljóst að hitinn yrði mikill í Rúmeníu í kvöld. Það varð heldur betur raunin.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Allt var á suðupunkti undir lok framlengingarinnar og reyksprengju var hent inn á völlinn.







Reyksprengjan lenti ekki fjarri dómaranum, Arnold Hunter, og hlutur úr sprengjunni skaust í Norður-Írann sem lá óvígur eftir. Sjúkralið var fljótt inn á völlinn og hjálpaði dómaranum.

Dómarateymið, eftirlitsmaður UEFA og forráðamenn beggja félaga funduðu er leikurinn var stöðvaður en síðan var ákveðið að halda leik áfram, Budapest Honvéd-mönnum til mikillar reiði.

Universitatea Craiova hafði betur í vítaspyrnukeppni og er komið áfram í næstu umferð þrátt fyrir hegðun stuðningsmanna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×