Innlent

Eldur kom upp í húsi á Selfossi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slökkviliðsmenn og lögregla á vettvangi í morgun
Slökkviliðsmenn og lögregla á vettvangi í morgun Aðsend
Eldur kom upp í einbýlishúsi við Smáratún á Selfossi skömmu fyrir klukkan tíu í morgun.

Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn reyndist eldurinn vera minni en talið var í fyrstu.

Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að eldurinn hafi verið slökktur fljótt og að reykræsta þurfti húsið. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hlaust af. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar eldsupptök.

Eldurinn reyndist minni en talið var í fyrstu og var slökktur fljótt.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×