Innlent

Ítreka að ástand allra ökumanna sem aka frá Landeyjahöfn í dag verður kannað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bílastæðið við Landeyjahöfn.
Bílastæðið við Landeyjahöfn. Vísir/Jóhann K.
Lögreglan á Suðurlandi mun kanna ástand allra ökumanna sem koma akandi frá Landeyjahöfn í dag. Sjö ökumenn á leið frá höfninni hafa verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna frá því klukkan þrjú í nótt.„Í ljósi þess að frá því klukkan 03:00 í nótt hafa 7 ökumenn, komandi frá Landeyjahöfn, verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna, telur lögregla rétt að ítreka að allir ökumenn sem koma akandi frá Landeyjahöfn eru stöðvaðir og kannað með ölvunar- og vímuástand þeirra,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi á Facebook.Búast má við að margir muni leggja leið sína um Landeyjahöfn í dag á leið frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bendir lögregla á að lögreglumenn verði staðsettir í Landeyjahöfn þar sem fólki gefst kostur á að blása í áfengismæla til að kanna með ölvunarástand sitt áður en haldið er af stað.Lögreglan á Suðurlandi hefur verið með virkt eftirlit um verslunarmannahelgina og voru settar upp eftirlitsstöðvar víðsvegar um embættið þar sem kannað var með ástand og réttindi ökumanna. Mikil umferð hefur verið um svæðið og áætla lögreglumenn að ástand og réttindi um tvö þúsund ökumanna hafi verið kannað síðastliðinn sólarhring.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.