Áhorfendur komu auga á skjaldkirtilsvandamál Denise Richards Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 13:50 Bandaríska leikkonan Denise Richards er ánægð með að aðdáendur hennar hafi komið auga á mögulegt heilsufarsvandamál. Getty/Bravo Bandaríska leikkonan Denise Richards er afar þakklát fyrir eftirtektarsama áhorfendur raunveruleikaþáttanna The Real Housewives of Beverly Hills sem tóku eftir því að skjaldkirtill leikkonunnar virtist óeðlilega bólginn og létu í ljós áhyggjur sínar. Áhorfendurnir bentu Richards á að skjaldkirtillinn virtist vera mjög bólginn og hvöttu hana til að fara til læknis. Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega á framanverðum hálsinum og er í laginu eins og fiðrildi. Hann hefur margvíslegu hlutverki að gegna fyrir líkamann en hann stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans. Í gær birti Richards síðan færslu á Instagram – þar sem hún segir fylgjendum sínum frá því að hún hefði látið skoða skjaldkirtilinn eftir ábendingarnar og að hann hefði í reynd verið bólginn. View this post on InstagramIt’s amazing to me in a short time eliminating gluten from my diet how much my thyroid has changed. A few of you pointed out after the #RHOBH reunion that my thyroid was enlarged. You were right, it was something I ignored until pointed out. I had no idea how much our diet really can affect our body and for me how toxic gluten really is ... I thank all of you who sent me messages. #selfcare A post shared by Denise Richards (@deniserichards) on Aug 4, 2019 at 1:35pm PDT „Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Þetta var eitthvað sem ég reyndi að hunsa þar til þið bentuð mér á þetta,“ viðurkennir Richards. Á Vísindavefnum kemur fram að skjaldkirtillinn geti bólgnað vegna joð-skorts. Hann getur stækkað bæði ef hann starfar of mikið og of lítið. Þá getur bólgumyndunin einnig verið einkenni ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Hún segist þá vera virkilega hissa á því hversu mikinn árangur hún hafi séð á skjaldkirtlinum með því einu að taka út glúten. „Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið mataræðið hefur áhrif á líkamann og, fyrir minn líkama, hversu eitrað glúten raunverulega er. Bestu þakkir til allra sem skrifuðu mér skilaboð.“ Fyrr á þessu ári þurfti fréttakonan Deborah Norville að fara í skurðaðgerð vegna krabbameins sem fannst í skjaldkirtlinum eftir að áhorfandi fréttaþáttarins Inside Edition kom auga á bólginn skjaldkirtil á Norville. Denise Richards er gift leikaranum Aaron Phypers. Hún á tvær unglingsdætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Charlie Sheen. Richards og Phypers ættleiddu síðan stúlkuna Eloise. Bíó og sjónvarp Heilsa Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Sjá meira
Bandaríska leikkonan Denise Richards er afar þakklát fyrir eftirtektarsama áhorfendur raunveruleikaþáttanna The Real Housewives of Beverly Hills sem tóku eftir því að skjaldkirtill leikkonunnar virtist óeðlilega bólginn og létu í ljós áhyggjur sínar. Áhorfendurnir bentu Richards á að skjaldkirtillinn virtist vera mjög bólginn og hvöttu hana til að fara til læknis. Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega á framanverðum hálsinum og er í laginu eins og fiðrildi. Hann hefur margvíslegu hlutverki að gegna fyrir líkamann en hann stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans. Í gær birti Richards síðan færslu á Instagram – þar sem hún segir fylgjendum sínum frá því að hún hefði látið skoða skjaldkirtilinn eftir ábendingarnar og að hann hefði í reynd verið bólginn. View this post on InstagramIt’s amazing to me in a short time eliminating gluten from my diet how much my thyroid has changed. A few of you pointed out after the #RHOBH reunion that my thyroid was enlarged. You were right, it was something I ignored until pointed out. I had no idea how much our diet really can affect our body and for me how toxic gluten really is ... I thank all of you who sent me messages. #selfcare A post shared by Denise Richards (@deniserichards) on Aug 4, 2019 at 1:35pm PDT „Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Þetta var eitthvað sem ég reyndi að hunsa þar til þið bentuð mér á þetta,“ viðurkennir Richards. Á Vísindavefnum kemur fram að skjaldkirtillinn geti bólgnað vegna joð-skorts. Hann getur stækkað bæði ef hann starfar of mikið og of lítið. Þá getur bólgumyndunin einnig verið einkenni ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Hún segist þá vera virkilega hissa á því hversu mikinn árangur hún hafi séð á skjaldkirtlinum með því einu að taka út glúten. „Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið mataræðið hefur áhrif á líkamann og, fyrir minn líkama, hversu eitrað glúten raunverulega er. Bestu þakkir til allra sem skrifuðu mér skilaboð.“ Fyrr á þessu ári þurfti fréttakonan Deborah Norville að fara í skurðaðgerð vegna krabbameins sem fannst í skjaldkirtlinum eftir að áhorfandi fréttaþáttarins Inside Edition kom auga á bólginn skjaldkirtil á Norville. Denise Richards er gift leikaranum Aaron Phypers. Hún á tvær unglingsdætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Charlie Sheen. Richards og Phypers ættleiddu síðan stúlkuna Eloise.
Bíó og sjónvarp Heilsa Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Sjá meira