Eyðslan minnkar höggið af fækkun ferðamanna í sumar Ari Brynjólfsson skrifar 7. ágúst 2019 07:15 Ferðamenn eru vissulega færri í ár en í fyrra, þeir eru þó enn umtalsvert fleiri en árið 2015. Fréttablaðið/Ernir Ferðamenn sem fóru frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll voru 47 þúsundum færri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Er um að ræða 17 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum talningar Ferðamálastofu og Isavia. Alls fóru rúmlega 231 þúsund erlendir farþegar frá landinu í júlí. Í fyrra voru þeir 278 þúsund, árið 2017 voru þeir 271 þúsund en 236 þúsund árið 2016. Í ár fóru þó 50 þúsund fleiri ferðamenn frá landinu í júlí en í sama mánuði árið 2015. „Fjöldatölur eru bara ein breytan sem við þurfum að horfa á. Þessar tölur segja þó ákveðna sögu, um hversu eftirsóknarvert það er að koma til Íslands og flugframboð. Einnig hverju við getum búist við á árinu varðandi rekstur fyrirtækja, en ekki allt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fækkunina í takt við væntingar og spá Isavia frá því í júní. „Heildarfækkun ferðamanna á fyrstu fjórum mánuðunum sem eru liðnir frá falli WOW air nemur 18,5 prósentum þegar við miðum við sama tímabil í fyrra. Við gerum ráð fyrir að 16 prósent færri ferðamenn muni sækja landið heim í ár en í fyrra,“ segir Halldór Kári. Mestu munar um fækkun ferðamanna frá Bandaríkjunum, fækkar þeim um 35 prósent milli ára. „Það eru tæplega hundrað þúsund manns frá apríl til júní. Það skýrist af því að þær ódýru Ameríkuferðir sem stóðu til boða síðasta sumar eru ekki til staðar nú.“Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion bankaÞetta hefur leitt til breyttrar samsetningar ferðamanna. „Frá falli WOW air hefur meðaldvalartími ferðamanna lengst um tæp 18 prósent og meðaleyðsla vaxið um 12,4 prósent,“ segir Halldór Kári. „Í kortaveltutölum Rannsóknarseturs verslunarinnar má einnig sjá tugprósenta heildaraukningu í eyðslu ferðamanna í menningartengda viðburði á sama tíma og eyðsla í bílaleigubíla er að dragast saman sem er enn ein vísbendingin um breytt neyslumynstur ferðamanna hér á landi.“ Halldór Kári telur að kortaveltutölur síðustu mánaða sýni hagfelldari samsetningu ferðamanna og býst við að meðaleyðsla ferðamanna muni halda áfram að aukast á svipaðan veg á næstu mánuðum. Verði það raunin muni það draga úr tekjutapi þjóðarbúsins og auka viðskiptaafgang. Jóhannes Þór segir að þó að þessi þróun sé vissulega jákvæð séu ferðamenn að eyða minna en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. „Útgjöld ferðamanna á föstu verðlagi hafa verið að lækka mikið undanfarin ár. Þannig að núna erum við að hækka úr algjöru lággildi,“ segir Jóhannes. „Þetta vegur upp á móti fækkuninni en við erum enn langt frá þeim stað sem við viljum vera á.“ Heilt yfir segir Jóhannes að fækkun ferðamanna sé hraðari en ferðaþjónustan hefði viljað. „Við vissum að árlegur vöxtur upp á 25 til 40 prósent væri ekki sjálfbær. Við höfum verið að horfa til þess sem gengur og gerist erlendis, sem er 3 til 6 prósenta fjölgun milli ára, við teljum að það yrði jákvætt að ná þriggja til fimm prósenta vexti á ári til framtíðar,“ segir Jóhannes. „Þessi högg sem við höfum fengið, gjaldþrot WOW air, aukinn kostnaður, gengisþróun og verkföll, hafa gert þessa fækkun talsvert skarpari en við hefðum viljað sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ferðamenn sem fóru frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll voru 47 þúsundum færri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Er um að ræða 17 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum talningar Ferðamálastofu og Isavia. Alls fóru rúmlega 231 þúsund erlendir farþegar frá landinu í júlí. Í fyrra voru þeir 278 þúsund, árið 2017 voru þeir 271 þúsund en 236 þúsund árið 2016. Í ár fóru þó 50 þúsund fleiri ferðamenn frá landinu í júlí en í sama mánuði árið 2015. „Fjöldatölur eru bara ein breytan sem við þurfum að horfa á. Þessar tölur segja þó ákveðna sögu, um hversu eftirsóknarvert það er að koma til Íslands og flugframboð. Einnig hverju við getum búist við á árinu varðandi rekstur fyrirtækja, en ekki allt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fækkunina í takt við væntingar og spá Isavia frá því í júní. „Heildarfækkun ferðamanna á fyrstu fjórum mánuðunum sem eru liðnir frá falli WOW air nemur 18,5 prósentum þegar við miðum við sama tímabil í fyrra. Við gerum ráð fyrir að 16 prósent færri ferðamenn muni sækja landið heim í ár en í fyrra,“ segir Halldór Kári. Mestu munar um fækkun ferðamanna frá Bandaríkjunum, fækkar þeim um 35 prósent milli ára. „Það eru tæplega hundrað þúsund manns frá apríl til júní. Það skýrist af því að þær ódýru Ameríkuferðir sem stóðu til boða síðasta sumar eru ekki til staðar nú.“Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion bankaÞetta hefur leitt til breyttrar samsetningar ferðamanna. „Frá falli WOW air hefur meðaldvalartími ferðamanna lengst um tæp 18 prósent og meðaleyðsla vaxið um 12,4 prósent,“ segir Halldór Kári. „Í kortaveltutölum Rannsóknarseturs verslunarinnar má einnig sjá tugprósenta heildaraukningu í eyðslu ferðamanna í menningartengda viðburði á sama tíma og eyðsla í bílaleigubíla er að dragast saman sem er enn ein vísbendingin um breytt neyslumynstur ferðamanna hér á landi.“ Halldór Kári telur að kortaveltutölur síðustu mánaða sýni hagfelldari samsetningu ferðamanna og býst við að meðaleyðsla ferðamanna muni halda áfram að aukast á svipaðan veg á næstu mánuðum. Verði það raunin muni það draga úr tekjutapi þjóðarbúsins og auka viðskiptaafgang. Jóhannes Þór segir að þó að þessi þróun sé vissulega jákvæð séu ferðamenn að eyða minna en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. „Útgjöld ferðamanna á föstu verðlagi hafa verið að lækka mikið undanfarin ár. Þannig að núna erum við að hækka úr algjöru lággildi,“ segir Jóhannes. „Þetta vegur upp á móti fækkuninni en við erum enn langt frá þeim stað sem við viljum vera á.“ Heilt yfir segir Jóhannes að fækkun ferðamanna sé hraðari en ferðaþjónustan hefði viljað. „Við vissum að árlegur vöxtur upp á 25 til 40 prósent væri ekki sjálfbær. Við höfum verið að horfa til þess sem gengur og gerist erlendis, sem er 3 til 6 prósenta fjölgun milli ára, við teljum að það yrði jákvætt að ná þriggja til fimm prósenta vexti á ári til framtíðar,“ segir Jóhannes. „Þessi högg sem við höfum fengið, gjaldþrot WOW air, aukinn kostnaður, gengisþróun og verkföll, hafa gert þessa fækkun talsvert skarpari en við hefðum viljað sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira