Lífið

Vel heppnað Norðanpaunk á Laugarbakka

Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar
Hljómsveitin Post Performance Blues Band kom fram á hátíðinni, en leikonan Álfrún Helga Örnólfsdóttir sést hér á sviðinu.
Hljómsveitin Post Performance Blues Band kom fram á hátíðinni, en leikonan Álfrún Helga Örnólfsdóttir sést hér á sviðinu. Myndir/Gallerý Undirheimar

Svokallað ættarmót paunkara var haldið sjötta árið í röð á Laugarbakka í Miðfirði. Samkoman fór vel fram þó nokkuð hafi borið á löskuðum gíturum og rifnum trommuskinnum.

Rúmlega 400 skráðir meðlimir nutu fimmtíu og eins tónlistaratriðis á þremur dögum. Eins og alltaf var áherslan á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir voru einnig á dagskránni á hátíðinni í ár.

Þar á meðal var tvíeykið Hirs frá Bandaríkjunum sem flutti með aðstoð drynjandi trommuheila, gargandi öskra, rafmagnsgítarveggjar og búta úr Madonnu-lögum boðskap um umburðarlyndi, geðheilbrigði og gagnkvæma virðingu.

Dagskrána opnaði Þóranna, einnig þekkt sem Trouble, klukkan sex á föstudegi og henni lauk 58 klukkutímum seinna við seiðandi athöfn NYIÞ við varðeld Grettisbóls. Þess má geta að 48 sveitir voru bókaðar á hátíðina, en 51 sveit kom fram, þar á meðal sveitin Úppss sem varð til á staðnum vegna prentvillu í dagskránni.

Skipuleggjendur segja hátíðina hafa gengið alveg ótrúlega vel og hlakka til að endurtaka leikinn að ári.

Allt skipulag Norðanpaunks er í höndum sjálfboðaliða sem samanstanda af hljómsveitameðlimum og gestum hátíðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.