Spænskt úrvalsdeildarlið spilar á Samsung-vellinum í kvöld: "Alltaf spænskt veður í Garðabænum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. ágúst 2019 07:15 Spænska úrvalsdeildarfélagið Espyanol mætir á gervigrasið í Garðabænum gegn Stjörnunni í kvöld í síðari leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Stjörnumenn töpuðu fyrri leiknum 4-0 fyrir framan tugi þúsund áhorfenda í Katalóníu en staðan var markalaus í hálfleik. Verkefnið verður því erfitt en skemmtilegt fyrir Stjörnumenn í kvöld. „Það er frábært að fá þá hingað og sjá hvernig þeir bregðast við þessum aðstæðum sem eru hér, sem er himin og haf á milli. Það er jafn mikið sjokk fyrir þá að koma hingað og okkur að fara á stóra völlinn hjá þeim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Frábært lið og tóku hrikalega vel á móti okkur. Öll samskipti við þetta félag hafa verið frábær og þetta er eiginlega í fyrsta skipti í Evrópukeppninni sem við fáum svona góðar móttökur,“ en mikil veðurblíða hefur verið í Garðabænum. „Það er alltaf spænskt veður í Garðabænum,“ sagði glottandi Rúnar Páll Sigmundsson. Haraldur Björnsson stóð í markinu hjá Stjörnunni í fyrri leiknum og hann verður aftur í markinu í kvöld en væntanlega verður nóg að gera hjá Haraldi. „Það er ekki á hverjum degi sem lið úr spænsku deildinni kemur hingað. Við þurfum að gera það besta úr deginum þó að úrslitin hafi ekki verið mjög hagstæð í síðustu viku. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt og gefa fólki góðan leik.“ „Við þurfum að eiga toppleik á morgun (innsk. blm. í dag) og taka það með okkur inn í deildina. Það eru átta leikir eftir. Vonandi náum við að setja eitt mark snemma og gera þetta skemmtilegt.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Spænska úrvalsdeildarfélagið Espyanol mætir á gervigrasið í Garðabænum gegn Stjörnunni í kvöld í síðari leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Stjörnumenn töpuðu fyrri leiknum 4-0 fyrir framan tugi þúsund áhorfenda í Katalóníu en staðan var markalaus í hálfleik. Verkefnið verður því erfitt en skemmtilegt fyrir Stjörnumenn í kvöld. „Það er frábært að fá þá hingað og sjá hvernig þeir bregðast við þessum aðstæðum sem eru hér, sem er himin og haf á milli. Það er jafn mikið sjokk fyrir þá að koma hingað og okkur að fara á stóra völlinn hjá þeim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Frábært lið og tóku hrikalega vel á móti okkur. Öll samskipti við þetta félag hafa verið frábær og þetta er eiginlega í fyrsta skipti í Evrópukeppninni sem við fáum svona góðar móttökur,“ en mikil veðurblíða hefur verið í Garðabænum. „Það er alltaf spænskt veður í Garðabænum,“ sagði glottandi Rúnar Páll Sigmundsson. Haraldur Björnsson stóð í markinu hjá Stjörnunni í fyrri leiknum og hann verður aftur í markinu í kvöld en væntanlega verður nóg að gera hjá Haraldi. „Það er ekki á hverjum degi sem lið úr spænsku deildinni kemur hingað. Við þurfum að gera það besta úr deginum þó að úrslitin hafi ekki verið mjög hagstæð í síðustu viku. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt og gefa fólki góðan leik.“ „Við þurfum að eiga toppleik á morgun (innsk. blm. í dag) og taka það með okkur inn í deildina. Það eru átta leikir eftir. Vonandi náum við að setja eitt mark snemma og gera þetta skemmtilegt.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira