Enski boltinn

Arsenal gefst ekki upp og undirbýr þriðja tilboðið í bakvörð Celtic

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tierney fagnar skoska titlinum á síðustu leiktíð.
Tierney fagnar skoska titlinum á síðustu leiktíð. vísir/getty

Fjölmiðlar í Englandi greina frá því að Arsenal sé að undirbúa sitt þriðja tilboð í vinstri bakvörð skosku meistaranna í Celtic, Kieran Tierney.

Fyrstu tveimur tilboð Arsenal í bakvörðinn knáa hefur verið hafnað en talið er að Celtic setji 25 milljóna punda verðmiða á Skotann.
Tierney er fæddur og uppalinn í Skotlandi hjá Celtic en hann hefur leikið yfir hundrað leiki fyrir félagið. Hann hefur einnig leikið tólf A-landsleiki fyrir Skotland.

Mörg félög hafa verið orðuð við vinstri bakvörðinn í sumar en nú er talið líklegast að hann gangi í raðir Arsenal nái félögin saman um kaupverðið á þessum eftirsótta bakverði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.