Innlent

Hlýjast og bjartast á Suðvestur- og Vesturlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sólin skín víða á landinu í dag, einkum á Vestfjörðum.
Sólin skín víða á landinu í dag, einkum á Vestfjörðum. Skjáskot/Veðurstofa Íslands
Í dag má búast við norðlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, á landinu. Dálítil væta austanlands og síðdegisskúrir víða í öðrum landshlutum en þurrt og bjart veður á Breiðafirði og Vestfjörðum. Hiti yfirleitt 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Þurrt að kalla á morgun og bjart með köflum vestanlands. Þá má áfram búast við síðdegisskúrum á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.Gengur í norðaustan 8-13 m/s með rigningu á miðvikudag en úrkomulítið suðvestantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og dálítil væta á A-landi. Skúrir á víð og dreif í öðrum landshlutum, einkum síðdegis, en þurrt og bjart veður á Breiðafirði og Vestfjörðum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestan- og vestanlands.Bjart með köflum V-lands á morgun, annars skýjað en úrkomulítið, en síðdegisskúrir suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Austan og norðaustan 3-8 m/s. Bjart með köflum SV-lands, en stöku skúrir síðdegis. Skýjað en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á SV-landi. Á miðvikudag:

Gengur í norðaustan 8-13 með talsverðri rigningu, en þurrt fram eftir degi V-til á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SV-til. Á fimmtudag:

Austlæg átt og rigning með köflum, en léttir til NA-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi. Á föstudag:

Austlæg átt, rigning og milt veður, en úrkomulítið SV-lands. Á laugardag:

Suðlæg átt, skýjað og dálítil væta, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag:

Breytileg átt og skýjað en úrkomulítið, hiti 10 til 16 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.