Innlent

Hlýjast og bjartast á Suðvestur- og Vesturlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sólin skín víða á landinu í dag, einkum á Vestfjörðum.
Sólin skín víða á landinu í dag, einkum á Vestfjörðum. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag má búast við norðlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, á landinu. Dálítil væta austanlands og síðdegisskúrir víða í öðrum landshlutum en þurrt og bjart veður á Breiðafirði og Vestfjörðum. Hiti yfirleitt 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þurrt að kalla á morgun og bjart með köflum vestanlands. Þá má áfram búast við síðdegisskúrum á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.

Gengur í norðaustan 8-13 m/s með rigningu á miðvikudag en úrkomulítið suðvestantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og dálítil væta á A-landi. Skúrir á víð og dreif í öðrum landshlutum, einkum síðdegis, en þurrt og bjart veður á Breiðafirði og Vestfjörðum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestan- og vestanlands.

Bjart með köflum V-lands á morgun, annars skýjað en úrkomulítið, en síðdegisskúrir suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.
 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 3-8 m/s. Bjart með köflum SV-lands, en stöku skúrir síðdegis. Skýjað en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á SV-landi. 

Á miðvikudag:
Gengur í norðaustan 8-13 með talsverðri rigningu, en þurrt fram eftir degi V-til á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SV-til. 

Á fimmtudag:
Austlæg átt og rigning með köflum, en léttir til NA-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi. 

Á föstudag:
Austlæg átt, rigning og milt veður, en úrkomulítið SV-lands. 

Á laugardag:
Suðlæg átt, skýjað og dálítil væta, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. 

Á sunnudag:
Breytileg átt og skýjað en úrkomulítið, hiti 10 til 16 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.