Innlent

Allt að 20 stiga hiti í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður hlýjast á Suðurlandi í dag, eins og svo oft áður.
Það verður hlýjast á Suðurlandi í dag, eins og svo oft áður. Vísir/vilhelm
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt í dag og yfirleitt skýjað en léttskýjað norðvestantil á landinu og lítilsháttar væta um austanvert landið. Léttir heldur til sunnanlands með deginum og má búast við skúrum síðdegis þar. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Vaxandi norðaustanátt í kvöld og nótt, fyrst á Vestfjörðum, og norðaustan 8-15 m/s á morgun. Fer að rigna um austanvert landið í fyrramálið og þykknar upp norðvestantil með dálítilli vætu þar um kvöldið en lengst af léttskýjað suðvestanlands.

Kólnar lítið eitt, hiti 7 til 17 stig á morgun, svalast við norðurströndina en hlýjast á Suður- og Vesturlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Gengur í norðaustan 8-15 m/s og fer að rigna, talsverð rigning norðaustantil um kvöldið. Úrkomulítið um vestanvert landið og hægari á Suðurlandi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands. 

Á fimmtudag:

Norðan 8-13 vestantil, annars hægari breytileg átt. Dálítil rigning, en skýjað og þurrt um sunnanvert landið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Á föstudag:

Norðan 8-13 og skýjað að mestu, en hægari austlæg átt og víða rigning um austanvert landið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast syðst. 

Á laugardag:

Austlæg átt og rigning í flestum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Á sunnudag:

Útlit fyrir austlæga átt og dálitla rigningu, en úrkomulítið norðvestantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðvestanlands. 

Á mánudag:

Hæg vestlæg átt og skýjað, en bjart veður austantil. Hiti víða 13 til 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×