Innlent

SHÍ birtir um­sögn sína við frum­varpi um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna

Andri Eysteinsson skrifar
Umsögnin var einróma samþykkt á fundi SHÍ.
Umsögnin var einróma samþykkt á fundi SHÍ. Vísir/Vilhelm

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna.

Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að umsögnin hafi á fundi ráðsins verið einróma samþykkt. Stúdentaráð gagnrýnir í umsögninni hækkun vaxta, afnámi vaxtahámarks og breytilegum vöxtum sem boðaðir eru í frumvarpinu.

Stúdentaráð telur að innleiðing námsstyrkjanna sé stórt skref í rétta átt en óvissan sem námsmenn búa við leysist ekki ef ný lög kalla á frekari kröfugerð og hagsmunabaráttu af hálfu hagsmunasamtaka þeirra.

Ráðið segir mikilvægustu kjarabót frumvarpsins vera 30% niðurfellingu á höfuðstól námslána ef stúdent klárar nám á tilgreindum tíma. Markmiði frumvarpsins um hvata fyrir námsmenn til að klára á réttum tíma verður ekki náð nema það sé öruggt að stúdentar geti framfleytt sér á meðan á námi stendur. Því vill ráðið að ráðist sé í endurskoðun framfærslulána og grunnframfærslu en ekki er farið fram á slíkt í frumvarpsdrögum.

Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er nú í samráðsgátt stjórnvalda og er opið fyrir umsagnir til níunda ágúst næstkomandi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur að baki frumvarpinu og sagði menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, í skoðanagrein sem birtist í Fréttablaðinu, að með frumvarpinu yrðu gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og að stuðningur við barnafólk yrði sérstaklega aukinn. 

Lesa má ályktun Stúdentaráðs í færslunni  hér að neðan en umsögnina í heild sinni má lesa í samráðsgáttinni.


Tengdar fréttir

Fjölskylduvænni námsaðstoð

Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Frum­varps­drög um náms­styrkj­a­kerf­i birt

Frumvarpsdrög nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (Sín) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að innleiða námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.