Umferð um Múlagöng að róast Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2019 16:29 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá að umferð í gegnum Múlagöng er farin að róast. Skjáskot Þung umferð hefur verið í gegnum Múlagöng í dag eftir að veginum um Öxnadalsheiði var lokað vegna bílveltu í hádeginu. Lögreglan hefur stýrt bílaumferð í gegnum göngin og hleypt bílum inn í hollum. Fyrir vikið hafa myndast langar bílaraðir við báða munna gangnanna, sem þó eru farnar að styttast að mati lögreglunnar á Dalvík. Tvö slys hafa varpað skugga á umferðina á Norðurlandi í dag. Fólksbíll valt á Ólafsfjarðarvegi í hádeginu og slasaðist ökumaður bílsins, sem fluttur hefur verið á sjúkrahús á Akureyri til aðhlynningar. Í fyrrnefndu slysi á Öxnadalsheiði valt olíuflutningabíll með þeim afleiðingum að um 17 þúsund lítrar af olíu láku úr tanki hans. Viðbragðsaðilar lokuðu veginum yfir heiðina meðan á aðgerðum þeirra stóð og áætlar Vegagerðin að vegurinn opni aftur um „kvöldmatarleytið,“ eins og það er orðað.Öxnadalsheiði er lokuð vegna umferðarslyss. Vonast er til að vegurinn opni um kvöldmatarleitið. Bent er á hjáleið fyrir Tröllaskaga, gegnum Ólafsfjörð. #lokað— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 24, 2019 Á meðan var umferðinni beint um Ólafsfjarðargöng og féll það fyrst um sinn í skaut lögreglunnar að stýra umferð um göngin. Í samtali við Vísi segir lögreglumaður á Dalvík að umferðin sé farin að róast, eftir töluvert álag í dag. Komið var upp sjálfstýrðri umferðarslá við munna gangnanna og útskýrir lögreglumaðurinn að ökumaður sem kemur að slánni, í þann mund sem hún er að síga niður, þurfi að bíða í um 15 mínútur eftir að hún lyftist aftur. Það gefi ökumönnum við hinn munna gangnanna nægan tíma til að aka í gegnum göngin og komi í veg fyrir að bílar festist í göngunum- „en það þýðir auðvitað líka að aðrir þurfa að bíða svolítið,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist þó ekki geta áætlað hversu margir bílar hafi komist í gegnum göngin í hverju holli, það fari allt eftir því hversu vakandi ökumenn eru þegar sláin fer upp aftur. Helsti flöskuhálsinn virðist vera þegar ökumenn ná ekki að halda jöfnum hraða í gegnum göngin, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Sem fyrr segir er farið að draga úr umferð í gegnum göngin og gert ráð fyrir að vegurinn um Öxnadalsheiði verði aftur opnaður í kvöld. Dalvíkurbyggð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Þung umferð hefur verið í gegnum Múlagöng í dag eftir að veginum um Öxnadalsheiði var lokað vegna bílveltu í hádeginu. Lögreglan hefur stýrt bílaumferð í gegnum göngin og hleypt bílum inn í hollum. Fyrir vikið hafa myndast langar bílaraðir við báða munna gangnanna, sem þó eru farnar að styttast að mati lögreglunnar á Dalvík. Tvö slys hafa varpað skugga á umferðina á Norðurlandi í dag. Fólksbíll valt á Ólafsfjarðarvegi í hádeginu og slasaðist ökumaður bílsins, sem fluttur hefur verið á sjúkrahús á Akureyri til aðhlynningar. Í fyrrnefndu slysi á Öxnadalsheiði valt olíuflutningabíll með þeim afleiðingum að um 17 þúsund lítrar af olíu láku úr tanki hans. Viðbragðsaðilar lokuðu veginum yfir heiðina meðan á aðgerðum þeirra stóð og áætlar Vegagerðin að vegurinn opni aftur um „kvöldmatarleytið,“ eins og það er orðað.Öxnadalsheiði er lokuð vegna umferðarslyss. Vonast er til að vegurinn opni um kvöldmatarleitið. Bent er á hjáleið fyrir Tröllaskaga, gegnum Ólafsfjörð. #lokað— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 24, 2019 Á meðan var umferðinni beint um Ólafsfjarðargöng og féll það fyrst um sinn í skaut lögreglunnar að stýra umferð um göngin. Í samtali við Vísi segir lögreglumaður á Dalvík að umferðin sé farin að róast, eftir töluvert álag í dag. Komið var upp sjálfstýrðri umferðarslá við munna gangnanna og útskýrir lögreglumaðurinn að ökumaður sem kemur að slánni, í þann mund sem hún er að síga niður, þurfi að bíða í um 15 mínútur eftir að hún lyftist aftur. Það gefi ökumönnum við hinn munna gangnanna nægan tíma til að aka í gegnum göngin og komi í veg fyrir að bílar festist í göngunum- „en það þýðir auðvitað líka að aðrir þurfa að bíða svolítið,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist þó ekki geta áætlað hversu margir bílar hafi komist í gegnum göngin í hverju holli, það fari allt eftir því hversu vakandi ökumenn eru þegar sláin fer upp aftur. Helsti flöskuhálsinn virðist vera þegar ökumenn ná ekki að halda jöfnum hraða í gegnum göngin, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Sem fyrr segir er farið að draga úr umferð í gegnum göngin og gert ráð fyrir að vegurinn um Öxnadalsheiði verði aftur opnaður í kvöld.
Dalvíkurbyggð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50