Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 greinum við frá nýjustu upplýsingum vegna flugslyssins á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum í dag. Annað alvarlegt flugatvik varð á vellinum í gær.

Við segjum einnig frá því að helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp eru lokaðar í júlí.

Við kíkjum einnig í Druslugönguna í dag, heyrum frá skátum sem taka þátt í alheimsmóti skáta í Vestur Virginíu og hittum andarunga sem fjölskylda á Borgareyri í Vestur Eyjafjöllum hefur tekið í fóstur.

Kvöldfréttir verða á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.