Innlent

Tilfellin orðin tólf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.
E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús Hlynur
Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi.

Að minnsta kosti þrjú af börnunum tólf hafa verið lögð inn á Barnaspítala hringsins með HUS, bráðanýrnabilun. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Erni Eðvarðssyni sérfræðingi í nýrnalækningum er fyrsta barnið útskrifað og við ágæta heilsu, annað barnið þurfti blóðhreinsun og er nú á batavegi. Þriðja barnið sem lagt var inn í gær er enn mjög veikt.

„Þriðji einstaklingurinn sem var lagður inn í gær, fimm mánaða drengur, sem er aftur á móti versnandi og það kemur í ljós núna fljótlega hvort hann muni þurfa blóðhreinsun. Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“

Fréttin er í vinnslu.


Tengdar fréttir

Ís í Efsta­dal það eina sem börnin níu eiga sam­eigin­legt

Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa.

Börnin snertu ekki öll kálfana

Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×