Lífið

Ed Sheeran leysir frá skjóðunni og viðurkennir að hann sé kvæntur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sheeran og Seaborn, fyrir miðju, ásamt öðrum aðdáendum enska knattspyrnuliðsins Ipswich Town.
Sheeran og Seaborn, fyrir miðju, ásamt öðrum aðdáendum enska knattspyrnuliðsins Ipswich Town. Vísir/Getty
Söngvarinn rauðbirkni, Ed Sheeran, hefur staðfest að hann og unnusta hans til lengri tíma, Cherry Seaborn, eru gift.Eftirlætissonur Framlingham staðfesti þetta í viðtali við útvarpsmannin Charlamagne Tha God, þar sem hann ræddi um nýjustu plötu sína, No.6 Collaborations Project. Í einu lagi á plötunni, Remember the Name, vísar Sheeran til eiginkonu sinnar.„Ég vissi að við yrðum gift áður lagið kæmi út,“ sagði Sheeran í viðtalinu.Breskir slúðurmiðlar höfðu áður greint frá því að parið hefði gengið í það heilaga fyrir síðustu jól,að viðstöddum um 40 úr hópi fjölskyldu og vina.Sheeran og Seaborn kynntust í grunnskóla í austurhluta Englands. Þau voru aðeins vinir um hríð en byrjuðu saman árið 2015, en þá fór Seaborn í heimsreisu með unnusta sínum þegar hann tók sér ársfrí frá tónlistinni árið 2016. Þau tilkynntu um trúlofun sína á síðasta ári.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út

Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.