Tónlist

Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út

Andri Eysteinsson skrifar
Sheeran naut aðstoðar margra af vinsælustu tónlistarmanna heims við gerð plötunnar.
Sheeran naut aðstoðar margra af vinsælustu tónlistarmanna heims við gerð plötunnar. Getty/Mike Marsland

Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project.

Sheeran er alls ekki eini listamaðurinn á plötunni því með honum er einvala lið vinsælustu tónlistarmanna heims. Til dæmis má þar nefna Camilu Cabello og Cardi B., sem koma fram með Sheeran í laginu South of the Border, í laginu Take Me Back To London er Stormzy fyrirferðamikill.

Þá syngur Justin Bieber í laginu I Don‘t Care og rapparinn Travis Scott á sínar línur i laginu Anti Social.

Rappgoðin Eminem og 50 Cent leiða þá hesta sína saman með hestum Ed Sheeran í laginu Remember the Name.

Þá eru óupptaldir listamenn á boðr við Bruno Mars, Ella Mai, H.E.R. Skrillex, Khalid, Chance the Rapper og Meek Mill að öðrum ólöstuðum.

Fyrri plötur Sheeran, +, x og ÷ hafa allar náð toppsæti breska vinsældalistans og spennandi að sjá hvort þessi fjórða plata söngvarans nái sömu hæðum.

Hér að neðan má sjá lagalistann og hlusta á plötuna á Spotify.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.