Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá heimilislausu fólki sem hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni.

Fréttamaður okkar á hlaupaleiðinni frá Þórsmörk í Landmannalaugar flytur okkur fréttir af hlaupurunum, sem fóru fjórar dagleiðir í göngu á tæpum fimm klukkustundum í hlaupi.

Við tölum við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem hefur fengið fjölda  ábendinga um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi hér á landi án tilskilinna leyfa.

Við fjöllum um E .coli tilfelli sem kom upp í Bandaríkjunum, hjá barni sem var á Íslandi nýlega, og segjum sömuleiðis fréttir af fellibylnum Barry sem nú gengur yfir Louisiana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×