Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Um allt land má finna ríkisjarðir, til að mynda í Grímsey. „Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira