Lífið

Scarlett Johansson segir ummælin hafa verið slitin úr samhengi

Andri Eysteinsson skrifar
Scarlett segist átta sig á forréttindum sínum.
Scarlett segist átta sig á forréttindum sínum. Getty/Amy Sussman

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson segir ummæli, sem höfð voru eftir henni í fjölmiðlum á dögunum, hafa verið slitin úr samhengi. Ummælin sneru að harðri gagnrýni á leikkonuna á síðasta ári þegar hún var ráðin til að túlka hlutverk transmanns í myndinni Rub & Tug, hlutverk sem hún að lokum hafnaði eftir mikla gagnrýni.

Gagnrýnendur sögðu það ekki eiga við að Johansson tæki þetta hlutverk frá trans-leikurum. Leikkonan var í viðtali hjá tímaritinu As If og sagði þar að hún sem leikkona eigi að geta leikið hvaða hlutverk sem er, hvaða manneskju, tré eða dýr. Slíkt sé eðli starfs hennar.

„Ég held að samfélagið yrði nánara ef við bara leyfðum fólki að hafa sínar tilfinningar og hættum að búast við því að öðrum líði eins og okkur,“ var haft eftir Johansson sem nú hefur birt yfirlýsingu í kjölfar reiði og gagnrýni á samfélagsmiðlum.

„Viðtalið sem var nýlega gefið út hefur verið tekið úr samhengi, svarið mitt var í samhengi við tengsl pólitísks rétttrúnaðar og listarinnar. Mín skoðun er að í fullkomnum heimi ætti hver sem er að geta leikið hvern sem er, það komst þó ekki til skila,“ sagði Johansson og bætir við „Ég átta mig á því að það er mikið ósamræmi í leiklistinni sem hyglir hvítum cis-leikurum og að fáir leikarar hafi notið þeirra tækifæra sem ég hef fengið á ferlinum,“ sagði JohanssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.