Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar

Forsvarsmenn fyrirtækisins WAB air eru búnir að sækja um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við væntanlegan forstjóra fyrirtækisins en hann segir að kaup bandarísks félags á eignum úr þrotabúi WOW air, hafi engin áhrif á áform WAB air til að stofna nýtt félag.

Tvö tilfelli til viðbótar voru staðfest í dag af e.coli sýkingunni en alls hafa því 19 börn greinst og þarf af eitt í Bandaríkjunum.

Í fréttatímanum ræðum við einnig við yfirlækni á sjúkrahúsinu Vogi sem segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla og auka stuðning við börn þeirra en um helmingur allra þeirra sem sóttu meðferð á Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri.

Þau eru fjölbreytt og mörg námskeiðin sem eru boði fyrir börn á meðan skólinn er í sumarfríi. Eitt þeirra hefur vaxið þó nokkuð síðustu ár og er það Siglinganámskeið við Naustavör í Kópavogi. Í fréttatímanum verður rætt við nokkra hressa krakka sem hafa skemmt sér vel á námsskeiðinu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.