Lífið

Reyndu að skjóta niður fjarstýrðar flugvélar

Andri Eysteinsson skrifar
Það reyndist þrautinni þyngri að stýra vélunum, sér í lagi þegar skotin voru látin dynja á þeim.
Það reyndist þrautinni þyngri að stýra vélunum, sér í lagi þegar skotin voru látin dynja á þeim. YouTube/Dude Perfect
Hugmyndaflug félaganna í Dude Perfect skortir svo sannarlega ekki, í mörg ár hafa þeir félagar Tyler, Garrett, Cody, Coby og Cory keppt sín á milli í allskonar þrautum og keppnum, nú var komið að því að fljúga fjarstýrðum flugvélum.

Hæfileikar fimmmenningana í að stýra fjarstýrðum flugvélum eru ekki endilega miklir og því mikið um klaufamistök og brotlendingar.

Sér í lagi reyndist flugið erfitt þegar gerðar voru tilraunir til þess að skjóta vélarnar niður með litboltabyssum.

Sjón er sögu ríkari og sjá má herlegheitin í myndbandinu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Lygileg trix með skutlu

Á YouTube-rásinni Dude Perfect má sjá heldur mögnuð tilþrif með skutlu í nýjasta myndbandi þeirra.

Leysa lygilegar þrautir í Super Bowl höllinni

Á YouTube-rásinni Dude Perfect má sjá heldur mögnuð tilþrif í Mercedes-Benz höllinni í Atlanta þar sem úrslitaleikurinn í bandarísku NFL-deildinni fer fram á sunnudagskvöldið.

Lygileg trix með borðtenniskúlum

Mennirnir á bakvið YouTube-síðuna Dude Perfect birta reglulega myndbönd þar sem þeir sýna lygileg trix með allskyns aðskotarhlutum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×