Lífið

Ótrúleg og óhefðbundin skot með hafnaboltakylfu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörð keppni.
Hörð keppni.

Á YouTube-rásinni Dude Perfect má sjá heldur mögnuð tilþrif með allskonar hversdagslegum hlutum í myndbandi sem milljónir manna hafa séð þegar þessi grein er skrifuð.

Dude Perfect er hópur manna sem sérhæfir sig í allskyns mögnuðum tilþrifum. Til að byrja með komu aðeins slík myndbönd út frá þeim en í dag er hópurinn kominn með sinn eigin sjónvarpsþátt á YouTube.

Að þessu sinni átti meðlimir Dude Perfect að reyna fyrir sér með hafnaboltakylfu og áttu allir að skjóta í golfkúlu, amerískan fótbolta og íshokkípökk.

Keppnin var mjög spennandi og má sjá hvernig til tókst hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.