Innlent

Ekkert barn á spítala vegna E. coli-sýkingar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nokkur börn voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins vegna alvarlegrar E. coli-sýkingar en ekkert barn liggur nú inni á spítalanum.
Nokkur börn voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins vegna alvarlegrar E. coli-sýkingar en ekkert barn liggur nú inni á spítalanum. fréttablaðið/heiða

Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins vegna E. coli-sýkingar og þá hefur ekkert nýtt E. coli-tilfelli greinst í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef landlæknis en þar segir að í dag hafi verið rannsökuð sýni frá níu einstaklingum sem grunur lék á að væru með E. coli-sýkingu.

Enginn þeirra greindist með sýkinguna og því hafa nítján börn greinst frá því að faraldurinn hófst.

„Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins af völdum STEC E. coli
Enn er beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá barninu í Bandaríkjunum sem grunað er um alvarlega E. coli sýkingu.

Búist er við að E. coli faraldurinn sé að renna sitt skeið á enda en þessi vika mun að líkindum skera úr um það,“ segir á vef landlæknis. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.