Fréttamenn sýknaðir af hryðjuverkaákærum í Tyrklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2019 21:36 Erol Onderoglu, talsmaður Reporters Without Borders í Tyrklandi, var í dag sýknaður af hryðjuverkaákærðum ásamt tveimur öðrum. getty/Arif Hudaverdi Yaman Dómstólar í Tyrklandi hafa sýknað tvo blaðamenn og einn mannréttindaaðgerðasinna af hryðjuverkaákærum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Stefndu höfðu verið ásakaðir að hafa dreift hryðjuverkaáróðri í tengslum við störf þeirra hjá kúrdísku dagblaði, sem hefur síðan hætt störfum. Þau héldu því statt og stöðugt fram að þau væru aðeins að verja tjáningarfrelsi á tímum herts eftirlits undir stjórn Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta. Fréttamaður BBC í Istanbúl, Mark Lowen, greindi frá því að fagnaðarlæti hafi brotist út þegar dómurinn var kveðinn upp. Talsmaður Reporters Without Borders (RSF) í Tyrklandi, Erol Onderoglu, fréttamaðurinn Ahmet Nesin og Sebnem Korur Fincanci, stjórnarmeðlimur Tyrklandsdeildar Human Rights Foundation voru handtekin í júní 2016.Árleg skýrsla RSF um fjölmiðlafrelsi staðsetti Tyrkland númer 157 á listanum en alls eru 180 lönd skoðuð. Ástæða þess er þar á meðal sú að í Tyrklandi eru flestir fréttamenn fangelsaðir. Árið 2018, voru alls 68 fréttamenn fangelsaðir í Tyrklandi, sem er langmest af öllum ríkjum í heiminum. Flestir þeirra sem sitja í fangelsi eða hafa verið ásakaðir fyrir glæp eru af kúrdískum uppruna.Sverð Damóklesar Onderoglu, Nesin og Fincanci voru gestaritstjórar kúrdíska dagblaðsins Ozgur Gundem árið 2016, sem leiddi það af sér að þau voru ákærð fyrir að framleiða áróður fyrir hönd kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), sem er bannaður. Þau áttu hvert fyrir sig yfir höfði sér 14 ár í fangelsi. Tveimur mánuðum eftir handtökuna, í ágúst í fyrra, var gerð húsleit í skrifstofum Ozgur Gundem og eftir það var miðlinum lokað fyrir fullt og allt. Í yfirlýsingu sem birt var í apríl sagði Onderoglu: „Ég lít á þessi réttarhöld sem tilraun til að hræða fréttafólk og verndara mannréttinda í Tyrklandi. Það er þung byrgði fyrir nokkurn sem þráir lýðræði að vera sóttur til saka vegna atvinnu þeirra eða samstöðu.“ „Við höfum ekki áhyggjur yfir því að með okkur verði leikið eða við áreitt með hótunum um ofsóknir líkt og Sverð Damóklesar. Við höfum áhyggjur fyrir samfélagið allt; við hræðumst upplausn á réttlætiskenndinni sem tengir okkur öll saman.“ Fincanci var eini stefndi sem mætti fyrir dóminn í dag. Í lokaorðum sínum, áður en dómurinn var kveðinn upp, sagði Fincanci við salinn: „Eini glæpurinn sem var framinn hér var glæpur gegn málfrelsi.“We are deeply relieved by @ErolOnderoglu's and his colleague's acquittal. BUT 3 years of absurd proceedings was already a form of unjust punishment. AND a new trial against Erol will start on 7 November. These charges must be dropped! #SupportErol #FreeTurkeyMedia pic.twitter.com/qHj6XaIx4E— RSF (@RSF_inter) July 17, 2019 Þegar Fincanci yfirgaf dómssalinn heilsaði hún fréttafólkinu fyrir utan með sigurmerkinu, sem er einnig þekkt sem friðarmerkið. Hún sagði í samtali við fréttastofu AFP að hún væri „mjög hissa“ yfir dómnum og bætti við: „Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við! Því miður eyddum við óþarfa tíma í fangelsi, sem er synd.“ RSF brást við sýknuninni á Twitter og sagðist vera „mjög létt.“ Samtökin kölluðu einnig eftir því að önnur ákæra gegn Onderoglu yrði felld niður en réttarhöldin eiga að hefjast í nóvember. Tyrkland Tengdar fréttir Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Ríkisstjórn Erdogan forseta hefur handtekið tugi þúsunda manna og rekið á annað hundrað þúsund ríkisstarfsmanna eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016. Tilkynnt var um handtökuskipanir á hendur rúmlega 1.100 manna í dag. 12. febrúar 2019 12:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Þýskum blaðamönnum vísað frá Tyrklandi Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanleg. 10. mars 2019 15:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Dómstólar í Tyrklandi hafa sýknað tvo blaðamenn og einn mannréttindaaðgerðasinna af hryðjuverkaákærum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Stefndu höfðu verið ásakaðir að hafa dreift hryðjuverkaáróðri í tengslum við störf þeirra hjá kúrdísku dagblaði, sem hefur síðan hætt störfum. Þau héldu því statt og stöðugt fram að þau væru aðeins að verja tjáningarfrelsi á tímum herts eftirlits undir stjórn Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta. Fréttamaður BBC í Istanbúl, Mark Lowen, greindi frá því að fagnaðarlæti hafi brotist út þegar dómurinn var kveðinn upp. Talsmaður Reporters Without Borders (RSF) í Tyrklandi, Erol Onderoglu, fréttamaðurinn Ahmet Nesin og Sebnem Korur Fincanci, stjórnarmeðlimur Tyrklandsdeildar Human Rights Foundation voru handtekin í júní 2016.Árleg skýrsla RSF um fjölmiðlafrelsi staðsetti Tyrkland númer 157 á listanum en alls eru 180 lönd skoðuð. Ástæða þess er þar á meðal sú að í Tyrklandi eru flestir fréttamenn fangelsaðir. Árið 2018, voru alls 68 fréttamenn fangelsaðir í Tyrklandi, sem er langmest af öllum ríkjum í heiminum. Flestir þeirra sem sitja í fangelsi eða hafa verið ásakaðir fyrir glæp eru af kúrdískum uppruna.Sverð Damóklesar Onderoglu, Nesin og Fincanci voru gestaritstjórar kúrdíska dagblaðsins Ozgur Gundem árið 2016, sem leiddi það af sér að þau voru ákærð fyrir að framleiða áróður fyrir hönd kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), sem er bannaður. Þau áttu hvert fyrir sig yfir höfði sér 14 ár í fangelsi. Tveimur mánuðum eftir handtökuna, í ágúst í fyrra, var gerð húsleit í skrifstofum Ozgur Gundem og eftir það var miðlinum lokað fyrir fullt og allt. Í yfirlýsingu sem birt var í apríl sagði Onderoglu: „Ég lít á þessi réttarhöld sem tilraun til að hræða fréttafólk og verndara mannréttinda í Tyrklandi. Það er þung byrgði fyrir nokkurn sem þráir lýðræði að vera sóttur til saka vegna atvinnu þeirra eða samstöðu.“ „Við höfum ekki áhyggjur yfir því að með okkur verði leikið eða við áreitt með hótunum um ofsóknir líkt og Sverð Damóklesar. Við höfum áhyggjur fyrir samfélagið allt; við hræðumst upplausn á réttlætiskenndinni sem tengir okkur öll saman.“ Fincanci var eini stefndi sem mætti fyrir dóminn í dag. Í lokaorðum sínum, áður en dómurinn var kveðinn upp, sagði Fincanci við salinn: „Eini glæpurinn sem var framinn hér var glæpur gegn málfrelsi.“We are deeply relieved by @ErolOnderoglu's and his colleague's acquittal. BUT 3 years of absurd proceedings was already a form of unjust punishment. AND a new trial against Erol will start on 7 November. These charges must be dropped! #SupportErol #FreeTurkeyMedia pic.twitter.com/qHj6XaIx4E— RSF (@RSF_inter) July 17, 2019 Þegar Fincanci yfirgaf dómssalinn heilsaði hún fréttafólkinu fyrir utan með sigurmerkinu, sem er einnig þekkt sem friðarmerkið. Hún sagði í samtali við fréttastofu AFP að hún væri „mjög hissa“ yfir dómnum og bætti við: „Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við! Því miður eyddum við óþarfa tíma í fangelsi, sem er synd.“ RSF brást við sýknuninni á Twitter og sagðist vera „mjög létt.“ Samtökin kölluðu einnig eftir því að önnur ákæra gegn Onderoglu yrði felld niður en réttarhöldin eiga að hefjast í nóvember.
Tyrkland Tengdar fréttir Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Ríkisstjórn Erdogan forseta hefur handtekið tugi þúsunda manna og rekið á annað hundrað þúsund ríkisstarfsmanna eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016. Tilkynnt var um handtökuskipanir á hendur rúmlega 1.100 manna í dag. 12. febrúar 2019 12:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Þýskum blaðamönnum vísað frá Tyrklandi Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanleg. 10. mars 2019 15:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Ríkisstjórn Erdogan forseta hefur handtekið tugi þúsunda manna og rekið á annað hundrað þúsund ríkisstarfsmanna eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016. Tilkynnt var um handtökuskipanir á hendur rúmlega 1.100 manna í dag. 12. febrúar 2019 12:55
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32
Þýskum blaðamönnum vísað frá Tyrklandi Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanleg. 10. mars 2019 15:57