Martraðarkennd stikla fyrir Cats sem gerir fólk afhuga köttum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2019 08:45 Hin margverðlauna Judy Dench fer með eitt aðalhlutverkanna. Það fer henni ekkert sérstaklega vel að vera köttur, ekki frekar en öðrum leikurum myndarinnar. skjáskot Kvikmyndaáhugafólk átti margt erfitt með að festa svefn í nótt eftir að stiklunni fyrir endugerð söngvamyndarinnar sígildu Cats var laumað út í skjóli nætur í gærkvöld. Varla er hægt að tala um það að myndin skarti einvalaliði leikara; eins og Judy Dench, Ian McKellen, Idris Elba, Taylor Swift, Jennifer Hudson og James Corden, einfaldlega vegna þess að þeim hefur, með „aðstoð“ tölvutækninnar, verið stökkbreytt í einhvers konar matraðrarkennda mannkattablöndu.One chance. Watch the #CatsMovie trailer now. pic.twitter.com/9Gor3QdUVU— Working Title (@Working_Title) July 18, 2019 Cats-myndarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki aðeins vegna vinsælda söngleiks Andrew Lloyd Webber eða leikaraliðsins heldur er myndinni jafnframt leikstýrt af Tom Hooper. Hann á nokkrar þekktar undir belti; eins og Les Misérables, the Danish Girl og The Kings Speech en sú síðastnefnda skilaði honum Óskarsverðlaunum fyrir bestu leikstjórn. Aðstandendur myndarinnar vona því eflaust að leikstjórnarhæfileikar Hoopers muni draga athygli frá útliti aðalhetjanna, kattanna sem myndin dregur nafn sitt af. Það mun þó reynast þrautin þyngri ef marka má fyrstu viðbrögð kvikmyndaáhugafólks. Það hefur ýmislegt út á kettina að setja. Til að mynda séu þeir allt of litlir en í einu atriði í stiklunni má sjá ketti dansa ofan á uppádekkuðu borði sem þykir kristalla fráleit stærðarhlutföllin. Að sama skapi furða þeir sig á því að læðurnar eru með brjóst en ekki spena, skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack spyr sig jafnframt hvar „tillarnir“ eru á fressköttunum. Ekki bæti heldur úr skák að svo virðist vera sem sumir kattanna gangi um í kattafeldum - sem þeir hafa þá væntanlega fláð af öðrum köttum.Afsakið hvar eru tillarnir á þessum högnum https://t.co/jZOwHdc3Na— margrét erla maack (@mokkilitli) July 18, 2019 Því er það mat margra að líklega hefði verið gáfulegra að láta leikarana einfaldlega klæðast kattagervum í stað þess að umbreyta þeim í þessi goðafræðilegu ófreskjur. Það hafi ætíð verið gert þegar Cats hefur verið sett á fjalirnar, allt frá frumsýningu þess á West End í Lundúnum árið 1981. Aðdáendur vona því að Hooper og félagar muni grípa í taumana og gera það sama og aðstandendur myndarinnar Sonic the Hegdgehog gerðu eftir viðlíka útreið á samfélagsmiðlum. Eftir að fyrstu myndirnar af bláa broddgeltinum litu dagsins ljós kom fram hávær krafa um að honum yrði breytt, enda álíka ógeðfelldur og kettirnir í Cats, og var fallist á kröfuna innan örfárra daga frá frumsýningu fyrstu stiklunnar.Er í andlegu eftir þennan Cats trailer. Af hverju sagði enginn stopp á einhverjum tímapunkti? Hvað er að mannkyninu?— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) July 18, 2019 Hvaða fucking insanity er þetta???????? https://t.co/b8LbHCGm2V— Húmfreyr Sjókort (@MichelFucko) July 18, 2019 Djísös, nýji Cats trailerinn er mesta uncanny valley dæmi sem ég hef séð. https://t.co/5s8pZTCesv— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) July 18, 2019 Ahhh, fyrirtak, ég þurfti hvort sem er ekkert að sofa í nótt https://t.co/ifIJa7y7lL— Stefán Snær (@stefansnaer) July 18, 2019 Búinn með nákvæmlega 3 bjóra og var bara sáttur með Cats trailerinn þangað til að fokking James Corden kom inn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 19, 2019 Ég á engin orð. https://t.co/aWEPe5kY2v— Pétur Jónsson (@senordonpedro) July 18, 2019 Fyrirtak, mig vantaði einmitt gott martraðafóður fyrir svefninn. pic.twitter.com/IzhV0OvhrF— Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) July 18, 2019 ég elska ketti en þetta er ekki í lagi https://t.co/OL4BBuHIhO— Alma Mjöll (@AlmaMjoll) July 18, 2019 Bíó og sjónvarp Dýr Tengdar fréttir Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. 24. maí 2019 16:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
Kvikmyndaáhugafólk átti margt erfitt með að festa svefn í nótt eftir að stiklunni fyrir endugerð söngvamyndarinnar sígildu Cats var laumað út í skjóli nætur í gærkvöld. Varla er hægt að tala um það að myndin skarti einvalaliði leikara; eins og Judy Dench, Ian McKellen, Idris Elba, Taylor Swift, Jennifer Hudson og James Corden, einfaldlega vegna þess að þeim hefur, með „aðstoð“ tölvutækninnar, verið stökkbreytt í einhvers konar matraðrarkennda mannkattablöndu.One chance. Watch the #CatsMovie trailer now. pic.twitter.com/9Gor3QdUVU— Working Title (@Working_Title) July 18, 2019 Cats-myndarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki aðeins vegna vinsælda söngleiks Andrew Lloyd Webber eða leikaraliðsins heldur er myndinni jafnframt leikstýrt af Tom Hooper. Hann á nokkrar þekktar undir belti; eins og Les Misérables, the Danish Girl og The Kings Speech en sú síðastnefnda skilaði honum Óskarsverðlaunum fyrir bestu leikstjórn. Aðstandendur myndarinnar vona því eflaust að leikstjórnarhæfileikar Hoopers muni draga athygli frá útliti aðalhetjanna, kattanna sem myndin dregur nafn sitt af. Það mun þó reynast þrautin þyngri ef marka má fyrstu viðbrögð kvikmyndaáhugafólks. Það hefur ýmislegt út á kettina að setja. Til að mynda séu þeir allt of litlir en í einu atriði í stiklunni má sjá ketti dansa ofan á uppádekkuðu borði sem þykir kristalla fráleit stærðarhlutföllin. Að sama skapi furða þeir sig á því að læðurnar eru með brjóst en ekki spena, skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack spyr sig jafnframt hvar „tillarnir“ eru á fressköttunum. Ekki bæti heldur úr skák að svo virðist vera sem sumir kattanna gangi um í kattafeldum - sem þeir hafa þá væntanlega fláð af öðrum köttum.Afsakið hvar eru tillarnir á þessum högnum https://t.co/jZOwHdc3Na— margrét erla maack (@mokkilitli) July 18, 2019 Því er það mat margra að líklega hefði verið gáfulegra að láta leikarana einfaldlega klæðast kattagervum í stað þess að umbreyta þeim í þessi goðafræðilegu ófreskjur. Það hafi ætíð verið gert þegar Cats hefur verið sett á fjalirnar, allt frá frumsýningu þess á West End í Lundúnum árið 1981. Aðdáendur vona því að Hooper og félagar muni grípa í taumana og gera það sama og aðstandendur myndarinnar Sonic the Hegdgehog gerðu eftir viðlíka útreið á samfélagsmiðlum. Eftir að fyrstu myndirnar af bláa broddgeltinum litu dagsins ljós kom fram hávær krafa um að honum yrði breytt, enda álíka ógeðfelldur og kettirnir í Cats, og var fallist á kröfuna innan örfárra daga frá frumsýningu fyrstu stiklunnar.Er í andlegu eftir þennan Cats trailer. Af hverju sagði enginn stopp á einhverjum tímapunkti? Hvað er að mannkyninu?— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) July 18, 2019 Hvaða fucking insanity er þetta???????? https://t.co/b8LbHCGm2V— Húmfreyr Sjókort (@MichelFucko) July 18, 2019 Djísös, nýji Cats trailerinn er mesta uncanny valley dæmi sem ég hef séð. https://t.co/5s8pZTCesv— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) July 18, 2019 Ahhh, fyrirtak, ég þurfti hvort sem er ekkert að sofa í nótt https://t.co/ifIJa7y7lL— Stefán Snær (@stefansnaer) July 18, 2019 Búinn með nákvæmlega 3 bjóra og var bara sáttur með Cats trailerinn þangað til að fokking James Corden kom inn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 19, 2019 Ég á engin orð. https://t.co/aWEPe5kY2v— Pétur Jónsson (@senordonpedro) July 18, 2019 Fyrirtak, mig vantaði einmitt gott martraðafóður fyrir svefninn. pic.twitter.com/IzhV0OvhrF— Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) July 18, 2019 ég elska ketti en þetta er ekki í lagi https://t.co/OL4BBuHIhO— Alma Mjöll (@AlmaMjoll) July 18, 2019
Bíó og sjónvarp Dýr Tengdar fréttir Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. 24. maí 2019 16:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. 24. maí 2019 16:30