Bíó og sjónvarp

Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu

Birgir Olgeirsson skrifar
Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar.
Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. Paramount
Þegar bandaríska kvikmyndaverið Paramount frumsýndi stiklu úr myndinni Sonic the Hedgehog urðu aðdáendur þessarar tölvuleikjahetju æfir vegna mennskra tannanna sem karakterinn skartaði.Gengu margir svo langt að kalla þær hrollvekjandi og martraðarkenndar.Leikstjóri myndarinnar, Jeff Fowler, fylgdist greinilega með umræðunni á Twitter því hann tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að fresta frumsýningu myndarinnar til að breyta tanngarði broddgaltarins. Var frumsýningin áætluð áttunda nóvember en hefur verið frestað fram á 14. febrúar á næsta ári.Paramount frumsýndi tvær stiklur úr þessari kvikmynd á ráðstefnunni CinemaCon, önnur einblíndi á broddgöltinn Sonic en hin á illmennið Dr. Robotnik sem Jim Carrey leikur.Myndin er byggð á tölvuleiknum Sonic the Hedgehog sem kom fyrst út árið 1991. Aðalpersóna leikjanna er blár broddgöltur með mannlega eiginleika sem hleypur um flóknar brautir með það að markmiði að safna hringjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.