Lífið

DJ Muscleboy gefur út sumarslagarann Summerbody

Andri Eysteinsson skrifar
"I will never break up with Gym, we just seem to work out“
"I will never break up with Gym, we just seem to work out“ YouTube/DJ Muscleboy
Tónlistarfrömuðurinn, einkaþjálfarinn, útvarpsmaðurinn og metsöluhöfundurinn Egill Einarsson, þekktur undir listamannsnafninu DJ Muscleboy hefur nú loks gefið út nýtt lag. Á góðum tíma fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem fram fer um Verslunarmannahelgina.Lagið ber heitið Summerbody og snýr textinn að líkamlegu heilbrigði. Muscleboy er þó ekki einn á ferð en hann naut liðsinnis stórsöngvarans frá Sauðárkróki, Sverris Bergmanns, sem kallaður er Manswess.Tónlistarmyndbandið hefur verið birt á YouTube síðu plötusnúðarins sem á gamla slagara á borð við Louder, Pump it up, og hinu ógleymanlega jólalagi Musclebells. Fyrri lög vöðvaðasta plötusnúðar landsins hafa notið gríðarlegra vinsælda og er alls ekki ólíklegt að Summerbody rati fljótt inn á ræktarplaylista landsmanna sem meðtaki boðskap Muscleboy.Æstir Muscleboy aðdáendur geta heyrt lagið í spilaranum hér að neðan auk þess sem að það er komið á helstu streymisveitur. Þá mun Muscleboy stíga á stóra sviðið á Þjóðhátíð 2019 ásamt félögum sínum úr útvarpsþættinum FM95Blö
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.