Lífið

Látinn hætta störfum því hann var heltekinn af Tupac

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Foxhoven (t.v.) er heltekinn af rapparanum Tupac (t.h.).
Foxhoven (t.v.) er heltekinn af rapparanum Tupac (t.h.). Samsett/Getty

Jerry Foxhoven, fyrrverand framkvæmdastjóri félagsmálasviðs Iowa-ríkis, var látinn segja starfi sínu lausu af heldur undarlegum ástæðum.

Bandaríski vefmiðillinn The Hill greinir frá því að ríkisstjóri Iowa, Repúblikaninn Kim Reynolds, hafi beðið Foxhoven að stíga til hliðar þar sem sá síðarnefndi væri einfaldlega heltekin af bandaríska rapparanum Tupac Shakur.

Foxhoven er sagður hafa sent um 350 blaðsíðna virði af tölvupóstum tengdum rapparanum á fjölmarga starfsmenn félagsviðs Iowa.

Þá hélt Foxhoven um árabil upp á „Tupac-föstudaga“ á vinnustaðnum þar sem hann spilaði tónlist rapparans hátt og snjallt.

Kornið sem fyllti mælinn var síðan þegar Foxhoven sendi tölvupóst á alla 4300 starfsmenn félagssviðs þann 16. júní síðastliðinn, á afmælisdegi Tupacs. 16. júní er einnig Feðradagurinn sem tekinn er nokkuð alvarlega í Bandaríkjunum.

„Þið hafið nú þegar fengið frá mér póst með áminningu um að 16. júní er Feðradagurinn. Ég er viss um að þið vitið öll að 16. júní er líka afmælisdagur 2Pacs. (Hann hefði orðið 48 í dag, væri hann á lífi). Auðvitað mun ég halda upp á bæði Feðradaginn og afmælisdag 2Pacs. Ég vona að þið njótið dagsins líka, og takið ykkur tíma til þess að hlusta á eitt af lögum hans. (Erfitt að trúa því að hann sé búinn að vera farinn í næstum 23 ár)“ stóð meðal annars í póstinum.

Í samtali við AP sagðist Foxhoven ekki hafa fengið útskýringu á brottrekstri sínum, en honum þætti ólíklegt að það væri vegna Tupac-póstanna. Þeir hafi verið sendir til þess að reyna að vinna gegn fordómafullum staðalímyndum rapptónlistar.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.