Þorpstjörnin að þorna upp vegna sundlaugar Pálmi Kormákur skrifar 1. júlí 2019 07:15 Myndin er frá 2005. Þar sjást unglingar synda í vatnsmikilli tjörninni sem er ekki svipur hjá sjón í dag. „Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
„Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira