Innlent

Helgunarréttur íbúa á neðstu hæð fjölbýlishúsa óljós

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins ræddi við þáttastjórnendur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.
Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins ræddi við þáttastjórnendur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm

Íslendingar virðast eiga erfiðara en aðrar þjóðir með að búa saman í friði í fjöleignarhúsum. Þetta segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.

Í þættinum var rætt um helgunarrétt þeirra sem búa á jarðhæð eða í kjallara í fjölbýlum og rétt þeirra til að helga sér reit fyrir utan gluggann sinn til koma í veg fyrir ónæði sem þeir geta orðið fyrir. Gert er ráð fyrir slíkum reitum í nýrri byggingum en engar þinglýstar reglur liggja fyrir í eldri fjölbýlishúsum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs hjá Reykjavíkurborg sagði að í eldri húsum þurfi að komast að samkomulagi innan húsfélagsins.  

Formaður Húseigendafélagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson, sagði í þættinum að kafa þurfi dýpra í lög um fjöleignahús og horfa til laga og reglna um umburðarlyndi og tillitssemi í slíkum híbýlum. Hann segir grunntón laga um fjöleignarhús fela í sér að menn þurfi að fara eftir almennum mannasiðum. „Mönnum er skylt að haga hagnýtingu í fjöleignarhúsum þannig að aðrir verði ekki fyrir meiri ama og óþægindum en óhjákvæmilegt er,“ sagði Sigurður. 

Sigurður benti hann á að Íslendingar virðast eiga erfiðara en aðrar þjóðir með að búa saman í friði  „landnámsmaðurinn og frekjugenin eru ríkari í okkur," sagði Sigurður. Þá var bent á að hægt sé að leita til Húseigendafélagsins ef íbúar fjöleignarhúsa eru vafa um rétt sinn skyldur. 

Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigurð Helga Guðjónsson í spilaranum hér að neðan.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.