Lífið

Útgáfa nýs efnis undir merkjum Mad Magazine hættir

Andri Eysteinsson skrifar
Listaverk sem sýnir Alfred E. Newman, forsíðufyrirsætu Mad Magazine.
Listaverk sem sýnir Alfred E. Newman, forsíðufyrirsætu Mad Magazine. Getty/Allan Tannenbaum
Útgáfu á nýju efni undir merkjum Mad Magazine verður hætt, 67 árum eftir að útgáfa hófst. Næsta tölublað verður það síðasta til að bjóða upp á nýtt efni, eftir það verður boðið upp á áður útgefið efni með nýrri forsíðu.

Sérblöð tímaritsins sem gefin er út í lok hvers árs verða þó enn á sínum stað með nýju efni.

Frá þessu greinir útgefandi tímaritsins, DC en BBC greinir frá. Mad er fyrir löngu þekkt fyrir satíru sína auk auðþekkjanlegrar forsíðu sem oftar en ekki skartaði rauðbirknum dreng með frekjuskarð að nafni Alfred E. Newman.

Fyrsta tölublað Mad Magazine kom út árið 1952 og var þá í formi myndasögu, þremur árum seinna hófst útgáfan í þeirri mynd sem þekkt er í dag. Sem tímarit.

Fjöldi aðdáenda Mad Magazine hafa lýst yfir vonbrigðum sínum í dag, þeirra á meðal Weird Al Yankovic sem sagði sagði blaðið hafa átt stóran hluta í að gera sig að þeim manni sem hann er í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×