Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2019 19:58 Fjármálaeftirlitið telur að afturköllun fulltrúaráðs VR um umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmann hafa gengið gegn gildandi samþykktum. Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00