Innlent

Segj­a að­gerð­ir VR vega að sjálf­stæð­i stjórn­ar og góð­um stjórn­un­ar­hátt­um

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
FME gaf það álit, munnlega, til formanns stjórnar LV að stofnunin liti svo á að stjórnin sæti enn.
FME gaf það álit, munnlega, til formanns stjórnar LV að stofnunin liti svo á að stjórnin sæti enn. Fréttablaðið/Vilhelm
Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn LV.

Þann 23 maí síðastliðinn ákvað stjórn LV breytingar á vöxtum verðtryggðra lána. Í kjölfarið afturkallaði fulltrúaráð VR umboð stjórnarmanna sinna innan lífeyrissjóðsins. Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum og hefur Fjármálaeftirlitið nú skilað áliti um málið. 

Í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins kemur fram fulltrúar eftirlitsins dragi þær ályktanir að ef ákvörðun um afturköllun stjórnarmanna lífeyrissjóðsins og skipun nýrra aðila af hálfu VR nær fram að ganga „megi líta svo á að um tilraun til beinnar íhlutunar í stjórn lífeyrissjóðsins sé um að ræða, sem með óbeinum hætti er ætlað að færa ákvörðunarvald frá stjórn lífeyrissjóðsins.“.  Þá segja fulltrúar FME það vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum.

„Fjármálaeftirlitið vill, með hliðsjón af þeirri óvissu sem einkennir málið, beina því til stjórnar lífeyrissjóðsins að taka samþykktir sjóðsins til skoðunar varðandi hvort  og þá við hvaða aðstæður tilnefningaraðilar geti afturkallað umboð stjórnarmanna, m.a. til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna gagnvart hagsmunum tilnefningaraðila,“ segir í álitnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×