Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Dómsmálaráðherra breytti í dag reglugerð um útlendinga þannig að fjölskyldurnar tvær sem átti að vísa úr landi eiga rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Á næsta ríkisstjórnarfundi verður lagt til að auka fé til Útlendingastofnunar í þágu barna á flótta. Rætt verður við dómsmálaráðherra og forsætisráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Við ræðum við umhverfisráðherra sem segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Þá lítum við á lóðina við Héðinsgötu í Reykjavík sem nýta á undir smáhýsi fyrir heimilislausa. Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningunni, enda verði húsin mitt á milli áfangaheimilis og fundarseturs AA-samtakanna.

Einnig verður rætt við formann Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins um nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum og rýnt verður í steranotkun landsmanna. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×