Innlent

Björguðu hundi úr sprungu á Þingvöllum

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarsveitarmaður sígur niður í sprunguna til að koma ólum á hvutta.
Björgunarsveitarmaður sígur niður í sprunguna til að koma ólum á hvutta. Landsbjörg
Tíu björgunarsveitarmenn úr tveimur björgunarsveitum í Árnessýslu sigu niður í sprungu og björguðu hundi sem féll þar ofan í. Komu þeir hundinum upp heilum á húfi síðdegis.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að hundurinn féll um fimm til sex metra niður í sprungu í sumarbústaðahverfi á Þingvöllum. Opið á sprungunni hafi ekki verið stórt og það vel falið í kjarrlendi. Eigendur hundsins sáu hann ekki en heyrðu til hans. Björgunarsveitarmönnunum tókst að koma ólum á hundinn og hífa hann upp.

Á Rauðasandi á sunnanverðum Vestfjörðum voru björgunarsveitir einnig kallaðar út en þar vegna ferðamanns sem hafði fest bíl sinn nærri flæðarmálinu. Byrjað var að flæða að þegar tilkynningin barst.

„Hann hafði mögulega verið of upptekin af því að njóta útsýnisins og keyrt óþarflega langt frá veginum. Var bíllinn hans losaður og dregin aftur upp á veg,“ segir í tilkynningunni.

Opið á sprungunni var lítið og vel falið í kjarrinu.Landsbjörg
Bíll ferðamannsins var dreginn úr flæðarmálinu á Rauðasandi.Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×