Páll Óskar tók til eftir sjálfan sig eftir fimm tíma ball Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 10:45 Ellefu hundrað manns skemmtu sér konunglega á fimm tíma balli Páls Óskars í Boganum á Akureyri á laugardagskvöld. Þórsarar stóðu fyrir ballinu sem markaði lokapunktinn á árlegu Pollamóti þeirra í Þorpinu þar sem karlmenn eldri en 28 ára og konur yfir tvítugu kepptu í fótbolta bæði föstudag og laugardag. Þeir sem hafa skellt sér á Pallaball í gegnum tíðina þekkja fasta liði. Allar hendur upp í loft og konfettísprengjur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila innanhúss á gervigrasvelli,“ segir Páll Óskar í samtali við Vísi. Hann segir að einstaklega vel hafi verið að öllu staðið, plötur lagðar á grasið til að verja það og gera fólki kleyft að dansa undir dynjandi tónlistinni. Skipuleggjendur höfðu orð á því við Pál Óskar að þeir hefðu áhyggjur af þrifum eftir konfettísprengjurnar. „Ég sagði þeim að rétta mér sóp og ég þreif salinn sjálfur,“ segir Páll Óskar. „Sólrún Diego er komin með samkeppni!“ Páll Óskar segist hafa heyrt endurtekið af því að vertar og ballhaldarar kvarti undan veseni sem fylgi því að þrífa upp konfettíið. „Það er það ekki baun,“ segir Páll Óskar. Ballinu hafi verið lokið klukkan fjögur og klukkustund síðar hafi ekki séð á salnum. Aðspurður hvort kropparnir á dansgólfinu hafi ekki verið frekar stífir og stirrðir eftir boltaspark segir Páll Óskar það öðru nær. „Þetta var eins 'smooth' og 'bjútífúl' og hægt var,“ segir Páll Óskar. Hann hafi fundið það á fólki hve brjálað líf var í bænum. Engin furða enda fjölmennasta N1 mótið frá upphafi á KA-svæðinu sem lauk sömuleiðis á laugardaginn. „Þetta er með því stærra sem ég hef komist í!“ Akureyri Næturlíf Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Ellefu hundrað manns skemmtu sér konunglega á fimm tíma balli Páls Óskars í Boganum á Akureyri á laugardagskvöld. Þórsarar stóðu fyrir ballinu sem markaði lokapunktinn á árlegu Pollamóti þeirra í Þorpinu þar sem karlmenn eldri en 28 ára og konur yfir tvítugu kepptu í fótbolta bæði föstudag og laugardag. Þeir sem hafa skellt sér á Pallaball í gegnum tíðina þekkja fasta liði. Allar hendur upp í loft og konfettísprengjur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila innanhúss á gervigrasvelli,“ segir Páll Óskar í samtali við Vísi. Hann segir að einstaklega vel hafi verið að öllu staðið, plötur lagðar á grasið til að verja það og gera fólki kleyft að dansa undir dynjandi tónlistinni. Skipuleggjendur höfðu orð á því við Pál Óskar að þeir hefðu áhyggjur af þrifum eftir konfettísprengjurnar. „Ég sagði þeim að rétta mér sóp og ég þreif salinn sjálfur,“ segir Páll Óskar. „Sólrún Diego er komin með samkeppni!“ Páll Óskar segist hafa heyrt endurtekið af því að vertar og ballhaldarar kvarti undan veseni sem fylgi því að þrífa upp konfettíið. „Það er það ekki baun,“ segir Páll Óskar. Ballinu hafi verið lokið klukkan fjögur og klukkustund síðar hafi ekki séð á salnum. Aðspurður hvort kropparnir á dansgólfinu hafi ekki verið frekar stífir og stirrðir eftir boltaspark segir Páll Óskar það öðru nær. „Þetta var eins 'smooth' og 'bjútífúl' og hægt var,“ segir Páll Óskar. Hann hafi fundið það á fólki hve brjálað líf var í bænum. Engin furða enda fjölmennasta N1 mótið frá upphafi á KA-svæðinu sem lauk sömuleiðis á laugardaginn. „Þetta er með því stærra sem ég hef komist í!“
Akureyri Næturlíf Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira