Enginn þurfti að borga inn á einstaka tónleika í Básum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 15:25 Fjöldi fólks hlustaði á fagra tóna sveitarinnar og sólin skein. „Þetta var frábær stemmning, rosalega flott veður og flott tónlist,“ segir Sigríður Karlsdóttir vörður í skála Útivistar í Básum. Hljómsveitin GÓSS spilaði fyrir gesti á Goðalandi á laugardagskvöldið og var stemmningin sérstaklega góð að sögn Sigríðar. Þau Guðmundur Óskar, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius eru á tónleikaferðalagi um landið og duttu ferðalangar í Básum í lukkupottinn á laugardagskvöld.Sigurður, Sigríður og Góskar í rjómablíðu í Básum.Sigríður skálavörður telur helgina hafa verið þá fjölmennustu í Básum í sumar. Líklega hafi 800-1000 manns verið í tjöldum og skálum laugardagsnóttina og bróðurparturinn skellt sér á tónleika. „Svo voru auðvitað líka þeir sem komu bara til að fara á tónleikana,“ segir Sigríður.Allur gangur var á því hvort börnin hlustuðu af athygli eða nutu tónlistarinnar í bakgrunni meðan á leik stóð.Svið hafi verið búið til uppi á hól og þar í kring hafi fólk setið. Fólk á öllum aldri og hvaðanæva að úr heiminum enda Þórsmörk vinsæll aðkomustaður erlendra sem innlendra ferðamanna. Þeir sem ganga Fimmvörðuháls úr Skógum koma niður í Básum. Fjöldi manns gekk hálsinn um helgina.Lopapeysur og flíspeysur voru vinsælar í Básum.Ókeypis var á tónleikana og meira að segja lögreglan kíkti í heimsókn. Laganna verðir þurftu þó engin afskipti að hafa af gestum að sögn Sigríðar. Alls ekki sé algengt að blásið sé til tónleika í Básum. Hljómsveitarmeðlimir segja að dagurinn hafi verið „algalinn“ en fyrr um daginn spiluðu þau fyrir gesti og íbúa á Sólheimum í Grímsnesi. Rangárþing eystra Tónlist Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Þetta var frábær stemmning, rosalega flott veður og flott tónlist,“ segir Sigríður Karlsdóttir vörður í skála Útivistar í Básum. Hljómsveitin GÓSS spilaði fyrir gesti á Goðalandi á laugardagskvöldið og var stemmningin sérstaklega góð að sögn Sigríðar. Þau Guðmundur Óskar, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius eru á tónleikaferðalagi um landið og duttu ferðalangar í Básum í lukkupottinn á laugardagskvöld.Sigurður, Sigríður og Góskar í rjómablíðu í Básum.Sigríður skálavörður telur helgina hafa verið þá fjölmennustu í Básum í sumar. Líklega hafi 800-1000 manns verið í tjöldum og skálum laugardagsnóttina og bróðurparturinn skellt sér á tónleika. „Svo voru auðvitað líka þeir sem komu bara til að fara á tónleikana,“ segir Sigríður.Allur gangur var á því hvort börnin hlustuðu af athygli eða nutu tónlistarinnar í bakgrunni meðan á leik stóð.Svið hafi verið búið til uppi á hól og þar í kring hafi fólk setið. Fólk á öllum aldri og hvaðanæva að úr heiminum enda Þórsmörk vinsæll aðkomustaður erlendra sem innlendra ferðamanna. Þeir sem ganga Fimmvörðuháls úr Skógum koma niður í Básum. Fjöldi manns gekk hálsinn um helgina.Lopapeysur og flíspeysur voru vinsælar í Básum.Ókeypis var á tónleikana og meira að segja lögreglan kíkti í heimsókn. Laganna verðir þurftu þó engin afskipti að hafa af gestum að sögn Sigríðar. Alls ekki sé algengt að blásið sé til tónleika í Básum. Hljómsveitarmeðlimir segja að dagurinn hafi verið „algalinn“ en fyrr um daginn spiluðu þau fyrir gesti og íbúa á Sólheimum í Grímsnesi.
Rangárþing eystra Tónlist Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“